Fara í efni

EKKI BREGÐAST

Heill og sæll Ögmundur.
Bréfi Helgu hér á síðunni um að samningi beri að hafna svarar þú svo: "Vandinn er sá að málið er komið í ferli þar sem mín aðkoma er takmörkuð. Því miður. En ég læt mína skoðun í ljós og beiti mér í málinu að því marki sem ég get." Líkast til gildir það sama um viðlíka "ferli", aðlögunina að ESB, eða hvað? Er nú ekki kominn tími til Ögmundur, að þú beitir ÖLLU því sem þú getur í málinu? Nú er nóg komið Ögmundur! Þú átt stórleik í stöðunni: Nú segir þú ákveðið Nei við Nubo eða þú sprengir þessa ríkisstjórn Ögmundur! Þú hefur málið í hendi þér. Ég treysti því að þú bregðist ekki Ögmundur.
Símon