Fara í efni

KÍNVERSKA FJALLKONAN

Einu sinni þoldum við ekki nærveru Englendinga svo mikið sem innan við hafsbrún og þjóðin fór í þorskastríð. Íslendingar höfðu sitt í gegn. Ekki síst þar sem andstæðingurinn gat ekki hundsað leikreglur lýðræðis - við nutum smælingja samúðar m.m.. Samanber tilvitnun Kissinger í Bismarck um tyrani lítilmagnans.
Núna bregður svo við að hleypa á öflugasta einræðisríki heimssögunnar inn - ríki sem hundsar leikreglur lýðræðis. Og ekki bara hleypa því inn, heldur alla leið upp á fjöll. Þar sem þeir geta í rólegheitum lagt undir sig bakland okkar. Hvar í ósköpunum eru Íslands hrafnistu menn??
Emil J. Ragnarsson