LEIKUR TVEIMUR SKJÖLDUM

Sæll Ögmundur.
Hvernig líður þér í hlutverki stjórnmálamannsins, sem leikur tveimur skjöldum? "Það hefur aldrei verið vitlausara en nú að ganga í Evrópusambandið." Og: "Ég segi nei við að þjóðin megi fái að greiða atkvæði um aðildarferli ríkisstjórnarinnar að Evrópusambandinu." Til þess að komast úr þeim pólitíska skækjudal, sem þú ert búinn að koma þér í, verður þú að endurgreiða kjósendum þínum tólffalt högg á upplogið og uppáþvingað ESB-aðildarferli krataklíkunnar. Hér er smáhjálp. Morgunbæn: Góði Guð. Hjálpa þú mér í dag að verða betri maður til að framkvæma heit mitt að stöðva aðlögunarferli Íslands í ESB. Hjálpa þú mér að skilja kjósendur mína, svo ég valdi þeim ekki vonbrigðum og sársauka í einfeldni minni, að halda að ráðherrastóllin geri mig æðri öðrum."
Med kærri kveðju,
þvíl lengi má manninn reyna.
Gústaf Adólf Skúlason

Þakka bréfið. Þú átt þá væntanlega samleið með öllu góða fólkinu sem ekki leikur tveimur skjöldum. Það máttu hins vegar vita að það geri ég ekki. Ég veit alveg hver minn málstaður er og ætla að fylgja honum til enda. Svo velur hver og einn sína sálufélaga. Auðvitað er alltaf dapurlegt að vera afskrifaður af samherjum um tiltekinn málstað en svo verður að vera ef maður þykir gefa tilefni til slíks. Sjálfur er ég hins vegar viss í minni sök hvað ESB áhrærir og held mig við það.
Kv.,
Ögmundur 

Fréttabréf