Fara í efni

NÝ TÆKIFÆRI MEÐ MENNTUN

Ég er svo hjartanlega sammála Ögmundi, varðandi Grímstaðamálið. Við þurfum að nýta betur það sem við höfum.Ég gerði tilraun með að byrja að kenna börnum mínum 3 mánaða gömlum. Í dag eru öll börn mín 3 hámenntuð, þar af eru tvö sem skapa sér og öðrum atvinnu með uppfinningum. Eitt af börnum mínum er eðlisfræðiprófessor við háskóla erlendis.
Ég kenndi börnum mínum stærðfræði með því að sýna framm á notagildi, en ekkert stagl. Ég var sjómaður og verkamaður, er ég fékk hugmynd að bættri kennsluaðferð, en sjálfur átti ég við lesblibdu að stríða, náði mér út úr henni með hugleiðslu, að kyrra hugann, kom mér svo í Iðnskóla þá kominn með fjölskyldu.
Það sem ég vildi sagt hafa, er það að með þessari kennslutækni minni er hægt að skapa fjölda af hámenntuðum uppfinningamönnum, er síðan legðu grunn að nýjum atvinnutækifærum.
Bestu kveðjur,
Gísli Engilbertsson