SVÍKUR KJÓSENDUR

Ögmundur.
Þú ert búinn að svíkja þína kjósendur og þinn flokk um að berjast fyrir að fara ekki í ESB. Þú afskrifar rétt þinn til að vera í ríkisstjórninni í dag, þegar þú hafnaðir tillögu Vígdísar Hauksdóttur um að þjóðin fengi að kjósa um að draga aðildarviðræðurnar að ESB til baka. Aldrei hefði ég trúað þessu um þig, og ekki mun ég verja nein mál sem þú styður hér eftir. Þú virðist ekki skilja hvers virði traust almennings og kjósenda er, sem þó borgar þér laun! Og ekki skilur þú raunverulega orðið lýðræði! Gangi þér annars sem best við að sinna "lýðræðinu" eftir þínum sérpólitísku leiðum.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir


Fréttabréf