Fara í efni

TRYGGJA ÞARF SJÁLFBÆRA FERÐAMENNSKU

Sæll, Margir áfangastaðir eru nú ofsetnir ferðamönnum svo sér á umhverfinu. Tekjur aukast ekki að sama skapi samkvæmt fréttum frá í október í fyrra. Hvernig væri að ríkisstjórn mótaði stefnu í sjálfbærum ferðamálum fyrir allt landið áður en ráðist er í stórtækar aðgerðir eins og fyrirhugaðar framkvæmdir Huang Nubo? Annars stefnir í massatúrisma sem spillir náttúru og skilar engum hagnaði. Ísland verður eyðilagt sem áfangastaður fyrir náttúru unnendur, innlenda og erlenda.
Kveðja, Sveinn
PS Þingmenn og ráðherrar Samfylkingar sem hafa tengsl við vildarmenn Huang Nubo hljóta að segja sig frá þessu máli í ríkisstjórn og á Alþingi.