Fara í efni

UM LÝÐRÆÐI OG EIGNARRÉTT Í STJÓRNARSKRÁR-DRÖGUM

Sæll Ögmundur og þakka þér hlý orð í minn garð í færslu þinni í byrjun vikunnar, sem þú vaktir athygli mína á í byrjun vikunnar (síðustu viku, barst 17/5 ÖJ) er við hittumst óvænt á þingnefndasviði á mánudagsmorgun. Þar brást þú við fyrri færslu minni (auk annarra stjórnlagaráðsliða) sem ég birti hér neðst - en sólarhring síðar birti ég nefnilega þessa efnisathugasemd sem gaman væri að fá viðbrögð þín við: "Eins og Hjörtur Hjartarson lýsir hér að hér að ofan fyrir tæpnum sólarhring eru stór skref stigin í þágu beins lýðræðis sem Ögmundur kallar eftir og tel ég því fullsvarað og afstöðu Ögmundar misskilning - enda heldur forseti auk þess óskertum málskotsrétti. Hinu þarf líka að svara - sem Ögmundur segir um eignarrétt; hann virðist eins og fleiri ekki hafa áttað sig á merkilegu nýmæli í eignarréttarákvæðinu. Vissulega er rétt að 1. mgr. þess er óbreytt, orðrétt frá 72. gr. stjórnarskrárinnar (13. gr. frumvarpsins): "Eignarrétturinn er friðhelgur. Engan má skylda til að láta af hendi eign sína nema almenningsþörf krefji. Þarf til þess lagafyrirmæli og komi fullt verð fyrir." Nýmælið felst í upphafi svohljóðandi 2. mgr. 13. gr. stjórnlagafrumvarpsins: "Eignarrétti fylgja skyldur, svo og takmarkanir í samræmi við lög." Niðurlag þessa ákvæðis (takmarkanir í samræmi við lög) er fremur árétting á gidandi lagaframkvæmd í dómum og úrskurðum í meira en öld. Nýmælið um að eignarrétti fylgi skyldur er stórkostleg framför að mínu mati og efnislegt nýmæli að þýskri fyrirmynd. Ég tel algerlega óraunhæft hjá sósíalistanum Ögmundi að breyting á 1. mgr. (svo sem að draga úr vernd eignarréttar m.t.t. fullra bóta) hefði náðst í gefnum stjórnlagaráð, þing eða þjóð þó að ég hallist til vinstri! Svo er annað mál - og kannski umdeilanlegt í ljósi yfirstandandi atburða að 2. mgr. 72. gr. stjskr. er felld brott!." Hér er fyrri athugasemdin sem þú brást svo vel við: "Áður en ég deil við Ögmund - og deili á hann, sem mér mislíkar - vil ég taka undir þetta með honum: Gera ætti skýrari greinarmun á nauðsynlegum eignum fólks (t.d. íbúðarhúsnæði) og öðrum eignum. ("Property rights are still defined as basic human rights that must be fully compensated and in this sense - when it comes to compensation - no difference is made between ownership of natural resources or a dwelling house.") Mér til afbötunar vil ég sem lögfræðingur nefna að sá greinarmunur er stundum sýnilegur í lagaframkvæmd - löggjafa, framkvæmdarvalds og dómstóla - en vissulega mætti stjórnarskrárbinda hann. Gerum það næst." Sjá má þessar umræður hér: http://eyjan.is/2012/05/10/ogmundur-a-moti-nyrri-stjornarskra-merkilega-ihaldssom-gongum-lengra-i-naesta-skrefi/
Gísli Tryggvason

Þakka bréfið. Það tafðist að setja það á síðu því ég hef verið fjarverandi og ekki átt aðveldan aðgang að tölvusamskiptum síðustu daga. Ég ætla að íhuga þessi skrif og mun svara. Þó vil ég segja það að á 21. öldinni hefði ég vænst þess af stjórnarskrársmiðum að stíga afdráttarlausari skerf en þið gerið til að styrkja almannarétt á kosntað einkaeignarréttar og lýðræðisréttinn sem mér finnst vera þrengjandi hvað varðar fjármálaleg efni og milliríkjasamninga.
Kv.,
Ögmundur