VILL SVÖR

Jæja, Ögmundur, hvernig í ósköpunum ætlarðu að réttlæta það hvernig þú greiddir atkvæði í dag um tillögu Vigdísar Hauksdóttur? Af hverju viltu ekki leyfa okkur, kjósendum þessa lands, að svara því hvort halda eigi áfram með aðlögunarferlið eða ekki? Hvar er umhyggjan fyrir aukinni þátttöku "þjóðarinnar" í ákvarðanatöku núna? Ég bíð spenntur eftir svörum.
Guðvarður

Ég skýri mína afstöðu m.a. í grein í DV í dag og set ég greinina á síðuna á morgun. Þar færðu svör mín við spurningum þínum,
Kv.,
Ögmundur

Fréttabréf