Fara í efni

FRÁ NAFNLAUSUM

Tek fram að síðuhöfundur sér nafn mitt þó þetta sé nafnlaust. Ungur afkomandi minn var tekin í eitt skipti "með lítilræði af kannabis", honum var boðið að ljúka málinu með sekt sem send var með almennum pósti eftir að afkomandinn var kominn út á land til dvalar. Samkomulag var við Lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu að málið yrði sent til embættis á dvalarstað sektarþola. Þrívegis gerir sektarþoli tilraun til að loka málinu á skrifstofu viðkomandi lögreglustjóra en er jafnóðum vísað frá það sé ekkert mál á þeirra borði. Með eftirgangsmunum kemst ég að því að málið er sent á lögreglustöð en ekki til lögreglustjóra og lögreglumenn staðarins hófu leit að sektarþola með símhringingum um allar trissur þar á meðal ánægðs vinnuveitanda sem þegar hefur yfirheyrslu yfir sektarþola sem aftur vildi ekki gera sérstaka grein fyrir málinu.
Stuttu seinna kemur vinnuveitandinn með allar upplýsingar frá lögreglu um málið og jafnframt "að lögreglan vilji losna við svona aðkomufólk úr umdæmi sínu".
1. Þetta er brot á XIV. kafla l. nr. 19/1940. 2. Þetta er í skýrri andstöðu við þá sátt sem myndaðist aftur á milli lögreglu og borgara í búsó. 3. þetta er í andstöðu við ákvæði Sts. um frjálsa för og dvalarstað. 4. Þetta er skýrlega í andstöðu við lýðræðislega stjórnarhætti. 5. Þetta er í andstöðu við áratuga linkind stjórnvalda sem lögfest var með stjórnsýslulögum. 6Lögregla er að færa vinnuveitanda vopn til að kúga ungan starfsmann. 7. Þetta er svik á loforði LSH um að lögreglan á staðnum gætti trúnaðar. 7. Þetta er ekki hægt vinnuveitendur eru misjafnir og verkafólk er nú um stundir án stéttarfélaga.
Vinsamlega,
Nafnlaus