Fara í efni

ORKU- OG STÓRIÐJU-FYRIRTÆKI ERU EKKI FRÍRÍKI!

Ég undirritaður legg hér með fram drög að tillögu þess efnis , að Orkustofnun verði lokað í kjölfar hugmynda sem hafa verið rifjaðar upp um að virkja við Gullfoss , Hrafnabjargarsvæðið og fleiri svæði á biðlista eða sem hafa verið friðlýst eða sem til hafði staðið í rammaáætlun að setja á lista yfir vernduð svæði.
Brýnt er að loka starfsemi Orkustofnunar.
Ég tel mikilvægt að tilraunir til þess að leggja fram opinberlega drög að tillögum um vatnsaflsvirkjanir í stórfljótum verði skilgreindar sem hryðjuverkastarfsemi og að fyrirtæki sem standi að baki slíkri starfsemi verði upplýst um það hægt sé að loka starfsemi þeirra liggi grunur á því að þau hafi reynt að hvetja til eða leggja drög að tillögum um hryðjuverkastarfsemi og aðra starfsemi sem kynni að ógna hagsmunum Íslands.
Ég sé ekkert að smávöxnum vatnsaflsvirkjunum sem er hægt að taka og sem eru þannig að það sér ekkert á sjálfu virkjunarsvæðinu og sem krefjast ekki notkunar stórtækra vinnuvéla eða umhverfisrasks. Ég tel að við Íslendingar verðum að ganga miklu lengra í umhverfismálum en við höfum gert hingað til , ætlumst við til þess að vera tekin alvarlega sem þjóð sem vill búa í landi þar sem nýting orku fer fram á sjálfbæran hátt. Vatnsaflsvirkjanir og jarðvarmavirkjanir eru ekki dæmi um sjálfbæra orkunýtingu heldur það sem ég tel , að sé einfaldlega orkusóun.
Skoðum Kárahnjúkavirkjun. Þar var komið í veg fyrir að stórfljót gætu framleitt orku fyrir litlar og meðalstórar virkjanir , og gerðar ítrekaðar tilraunir til að fremja hryðjuverk á miðhálendi landsins , sem urðu Landsvirkjun til ævarandi skammar sem fyrirtæki.
Kárahnjúkavirkjun var lýst ónauðsynleg framkvæmd af fuglasérfræðingum og öðru áhugafólki um umhverfi og náttúru. Ég er auðvitað hlynntur því að á Íslandi fái iðnaður að blómstra , og ég lýt á tilraunir stóriðjufyrirtækja til frekari afskiptasemi af náttúru og umhverfi landsins , séu ekki þeim iðnaði sem hefur blómstrað hingað til til framdráttar.
Ég nefni Kárahnjúkavirkjun í umræðunni um virkjanir við Gullfoss og fleiri fossa á landinu því ég tel að það sé ekki lengur hægt að meðhöndla stóriðjufyrirtæki eins og þau séu fríríki sem geti gengið að landinu og farið með það eins og þeim sýnist , vitandi vits hversu viðkvæmt landið er gagnvart hvers kyns óþarfa jarðraski.
Hér á kröftugur iðnaður að geta blómstrað vel án þess að fleiri virkjanir séu teknar til notkunar með það að markmiði að prédika fyrir stóriðju sem ekki er umhverfisvæn.
Mér finnst að Orkustofnun , Orkuveita Reykjavíkur , Landsvirkjun og Títan ehf hafi fengið allt of mikið af undanþágum og allt of oft hafi verið hlustað á sjónarmið þeirra sem ráða þar á bæ , frekar en sjónarmið þeirra sem bent hafa á hvernig mengandi stóriðjustarfsemi hefur farið með iðnaðinn í bændasamfélaginu og víðs vegar annars staðar á landinu. Hættum að kasta náttúruperlum fallega landsins okkar fyrir svín.
Virðingarfyllst,
Ásgeir Valur Sigurðsson