AÐ HRUNI KOMINN Ágúst 2012
Ekki ætla ég að þessu sinni að skrattast út í Schengen
samstarfið en þegar flugstöðin fyllist af flóttafólki gætu
einhverjir klórað sér í höfðinu. Nei að þessu sinni eru það
leyniþjónustumenn frá Mossad í Israel sem fengu að vaða hér uppi
vopnaðir og menn frá sérsveit Ríkislögreglustjóra á vappi þar lika.
Þetta er íþróttaviðburður en ekki ...
Þór Gunnlaugsson
Lesa meira
... Hvað á þessi tvískinnungur ykkar í VG eiginlega að halda
lengi áfram. Ekki nóg með svikin vegna ESB umsóknarinnar sem er svo
gott sem búin að kljúfa og eyðileggja flokkinn niður í rót. Þá er
enn haldið áfram og nú hefur komið fram m.a. hjá Þorsteini Pálssyni
ESB samninganefndrmanni að þið ráðherrar VG hafið samþykkt einum
rómi og fyrirvaralaust að stefnt skuli að upptöku EVRU eins fljótt
og nokkur kostur er ! Hvað er eiginlega að marka ykkur, hver á að
getað trúað ykkur lengur ? Nýlega samþykktuð þið ...
Gunnlaugur Ingvarsson
Lesa meira
Í fyrirsögn einhvers vefmiðils segir: "Rekstraráætlanir Hörpu
voru óraunhæfar, viðurkennir ráðherra - Ríki og borg taki ábyrgð á
lausn vandans." Hvað þýðir þetta á mannamáli? Jú, Katrín
Jakobsdóttir, flokksfélagi og varaformaður þinn Ögmundur, virðist
hafa vitað það fyrirfram, að rekstraráætlanir Hörpu voru
óraunhæfar, en samt miklaði hún sig mikið í fréttum, þegar ákveðið
var að halda áfram með framkvæmdir eftir Hrunið. Hún lét taka af
sér myndir og viðtöl ásamt Hönnu Birnu, þá borgarstjóra og þær
stóðu sem einhverjar Múvístars í ...
Pétur Örn Björnsson
Lesa meira
Takk fyrir að birtinguna. Bið afsökunar á að hafa verið óskýr og
því er gott að þú komst með spurninguna. Ég tel Neytendastofu alls
ekki fara með rangt mál. En finn aftur á móti að því stofnunin
skuli ekki bregðast við eins og lög kveða á þegar óprúttnir aðilar
skrökva að stjórnsýslunni.
Sigurður Þórðarson
Lesa meira
...Þar er minnst á hremmingar Snæbjarnar í Hergilsey og afa míns
Guðmundar Björnssonar sýslumanns á Patreksfirði. Þeir hlupu upp á
breskan togara inn á Breiðafirði 1910 til þess að vernda okkur
fyrir arðráni Breta á okkar fiskimiðum. Það er með öllu
óásættanlegt að LÍÚ geri kröfu fyrir hönd þeirra sem hafa stundað
arðrán á Íslandsmiðum allar götur síðan að þeir eigi eignarrétt á
auðlind okkar. Stattu fastur á innköllun á nýtingarréti ...
Guðmundur Bachmann
Lesa meira
Má skrökva að stjórnsýslunni? Við vitum að stjórnsýslan er
fámenn og verk hennar yrði auðveldara, jafnvel leikur einn, ef hún
gæti treyst upplýsingum frá okkur, fyrirtækjum og einstaklingum sem
undir hana heyra. Því miður er því ekki alltaf að heilsa. Sem betur
fer vita flestir að bannað er að skrökva að skattinum og án þess að
ég sé að gera fólki upp óheiðarleik þá þykist ég vita að ótti við
viðurlög eigi drjúgan þátt í að flest framtöl eru sannleikanum
samkvæmt. En ríkið rekur ýmsar aðrar eftirlitsstofnanir í þágu
borgaranna með ...
Sigurður Þórðarson
Lesa meira
Sæll Ögmundur, telur þú að segja eigi upp EES
samningnum?..
Kjartan
Lesa meira
... Mér segir hugur um að við eigum eftir að sjá margar svona
fyrirsagnir þegar til lengri tíma er litið. Framkvæmd sem átti að
verða einkaframkvæmd, fjármögnuð á markaði og standa undir sér, er
nú orðin að lántöku ríkisins þar sem farið er utanvegar fram hjá
samgönguáætlun. Hvernig getur þú sem ráðherra samgöngumála
látið Vaðlaheiðar-vinnubrögðin viðgangast?
Friðgeir H. Sv.
Lesa meira
...Vildi bara snöggvast skora á þig að gera það sem stungið er
uppá í þessari grein, þ.e. að segja Vegagerðinni að bíða með að
semja við verktaka þar til Ríkisendurskoðun eða óháður aðili hefur
farið yfir útreikninga sem liggja að baki göngunum...
Jói Sigurðsson
Lesa meira
... Bullandi launaskrið er fyrir framan nef Fjármálaráðherra og
það svo að formaður nefndar um opinber laun lætur að sér kveða í
fjölmiðlum. Á sama tima er bara sjálfsagt að ráðherrar bæti á sig
fleiri ráðuneytum án umbunar í launum og eru löngu orðnir
launalægstu ríkisstarfsmennirnir ásamt þingmönnum. Hvaða rugl er
þetta eiginlega??
Þór Gunnlaugsson
Lesa meira
Hefjum verkföll hækkum laun
hagnaðararði má skipta
Því fátæktin er félagsleg raun
Upp grettistaki nú lyfta!
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Nú birtir upp þá batna sár
bága heilsan skánar
Með vordögum verðum klár
er sólin skín og hlánar.
Af Kristrúnu gæti Katrín lært
því komin er á toppinn
Enn íhaldið virðist Kötu kært
lærði að sitja koppinn.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Í ellinni er upphefð góð
hjá elítunnar kálfum
Fálkaorðuna fær þá stóð
úthlutað sér sjálfum.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Leiðtogahjörðin á liðinni stund
lyftist á tá hver einasta Hrund
þær sér útvöldu
sitt ágæti töldu
og heimsyfirráð vildu eftir fund.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Skýrsluna hefði mátt skrifa betur
til nánari skoðunar landinn hvetur
þeir vinahóp töldu
og ættmenni völdu
í eftir á meðferð sjáum hvað setur.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
... Nú hafnar eldflaug í Póllandi. Bandarísk yfirvöld eru að rannsaka hvort ekki sé öruggt að Rússar hafi skotið henni. Líklegt? Spyr sá sem ekki veit en grunar margt.
Við erum í hættulegu kompaníi með stærstu auðhringum heims, þar á meðal hergagnaframleiðendum og handbendum þeirra. Ísland úr NATÓ HERINN BURT.
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Þrungin spenna þarna en
Þeir vilja báðir valdið
Gulli Þórðar og Bjarni Ben
berjast nú um íhaldið.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Á landsfundi verður líf og fjör
líka barist um valdið
því Gulli Þórðar vill verða sör
og reisa við íhaldið.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Gulli sækir að Bjarna Ben
með baráttu og læti
Segist með sérstakt gen
sem forystuna bæti.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Vanhæfni sína víst má dylja
vaxtaokrið leiðir hann
Ómenntaðir menn þó skilja
að minna en lítið kann.
Hann öfugmæla vísur virðir
um verkalýðsins auma hag
Fyrir velferðina víst nú girðir
Því vaxtaokur er hans fag.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Allt Frá lesendum