LAUNARUGL

Sæll Ögmundur.
Steingrímur var bara nokkuð brosmildur á fund í Stjórnarráðinu í fréttum nýlega með vinnu við nýju fjárlögin er það nokkuð til að brosa yfir þótt vel gangi í augnablikinu. Er nauðsynlegt í 330 þúsund manna samfélagi að vera með 25.000 opinbera strafsmenn en hinir þræla fyrir. Boris borgarstjóra í London þætti þetta vel í látið en þetta er eitthvað sem verður að skoða mjög vel. Lífeyrisskuldbindingar hrannast upp fyrir framtíðarbörnin að greiða fyrir hjá LSR og það verður að gera róttækar breytingar á opinbera kerfinu áður en skútan fer á kaf. Bæjarstjórn Sauðkræklinga hefur sem dæmi ein af mörgum bannað alla yfirvinnu án sérstakra undanþága en ekki hefur Fjármálaráðherra borið gæfu til að afnema fasta yfirvinnu opinberra starfsmanna né almenna nema í neyðartilvikum á meðan pressan varir og er miður. Þetta er um 20 milljarðar á árs grundvelli sem dæmi. Bullandi launaskrið er fyrir framan nef Fjármálaráðherra og það svo að formaður nefndar um opinber laun lætur að sér kveða í fjölmiðlum. Á sama tima er bara sjálfsagt að ráðherrar bæti á sig fleiri ráðuneytum án umbunar í launum og eru löngu orðnir launalægstu ríkisstarfsmennirnir ásamt þingmönnum. Hvaða rugl er þetta eiginlega??
Þór Gunnlaugsson

Nú er ég ósammála þér Þór. Það er ekki hægt að draga þessa línu á milli opinbera geirans og einkageirans. Eða er hjúkrunarfólk, kennarar og slökkviliðsmenn, svo dæmi séu tekin, ekki að vinna arðvænleg störf? Ég hefði haldið það.
Kv.,
Ögmundur

Fréttabréf