MYNDI BYLTA SÉR Í GRÖFINNI!

Sæll Ögmundur: Nú er verið að lesa ævimynningar Eiríks Kristóferssonar á rás 1 í ríkisútvarinu. Þar er minnst á hremmingar Snæbjarnar í Hergilsey og afa míns Guðmundar Björnssonar sýslumanns á Patreksfirði. Þeir hlupu upp á breskan togara inn á Breiðafirði 1910 til þess að vernda okkur fyrir arðráni Breta á okkar fiskimiðum. Það er með öllu óásættanlegt að LÍÚ geri kröfu fyrir hönd þeirra sem hafa stundað arðrán á Íslandsmiðum allar götur síðan að þeir eigi eignarrétt á auðlind okkar.
Stattu fastur á innköllun á nýtingarréti þeirra á auðlindinni. Ég er alinn upp við slagorðið "Stétt með stétt". Hvar í lífinu er það núna? Bjarni frændi minn mun örugglega bylta sér í gröfinni yfir þeim ósköpum sem yfir okkur ganga þessa dagana.
Eftirskrift: Ég hallast að því áliti Jónasar K., (jonas.is) að kjósendur séu meiri fífl en alþingismenn????. Ég styð þig Ögmundur þessa stundina!!!!! Stattu þig karlinn minn! Kveðja,
Guðmundur Bachmann
Þórðargötu 28 Borgarnesi

Fréttabréf