ÓEÐLILEG HEIMSÓKN

Sæll Ögmundur.
Ekki ætla ég að þessu sinni að skrattast út í Schengen samstarfið en þegar flugstöðin fyllist af flóttafólki gætu einhverjir klórað sér í höfðinu. Nei að þessu sinni eru það leyniþjónustumenn frá Mossad í Israel sem fengu að vaða hér uppi vopnaðir og menn frá sérsveit Ríkislögreglustjóra á vappi þar lika. Þetta er íþróttaviðburður en ekki opinber heimsókn æðstu manna þar í landi og Mossad hefur ekkert með öryggismál hér að gera og ekki trúi ég því að óreyndu að þú hafir samþykkt þetta fyrirkomulag.
Þór Gunnlaugsson

Fréttabréf