AÐ HRUNI KOMINN Október 2012
Hvernig væri að kasta fram frumvarpi á Alþingi? Hugsanlega
ríkisstjórnarfrumvarpi. Frumvarpi sem höggva myndi á marga hnúta.
Fyrst þyrfti að nema úr gildi lög Árna Páls Árnasonar og viðurkenna
mistökin en svo mætti leggja fram þetta einfalda frumvarp: "Fara
skal eftir dómum Hæstaréttar. Gildir þetta fyrir bankana og
fjármagnseigendur...
Ólína
Lesa meira
Heyrði í viðtal í útvarpi, sennilega á Sögu, þar sem Sigríður
Ingibjörg Ingvadóttir fór yfir langanir sínar og þrár í pólitík.
Ótrúlegt hve mjög menn geta orðið viðskila við raunveruleikann.
Sigríður Ingibjörg varði með kjafti og klóm gríðarlegan niðurskurð
í velferðarkerfinu... Þá gat hún engu svarað um eitt af
grundvallaratriðum rammaáætlunar eins og Mörður Árnason skilgreinir
afstöðu Samfylkingarinnar. Viðskila við veruleikann. Er ekki tíminn
til kominn að tengja og viðurkenna: Fjármálakerfið hefur gengið
fram af mikilli hörku gagnvart skuldsettu fólki, gengismálum er
hagað þannig að almenningur á aldrei leik, laun voru lækkuð, bætur
voru lækkaðar, allur tilkostnaður við rekstur heimila hefur
stóraukist...
Stefán
Lesa meira
...Þegar Valgerður Sverrisdóttir lagði fram frumvarp til
vatnalaga börðust bæði þingflokkur VG og Samfylkingar hart á móti.
Sömu flokkar samþykktu svo meingallað vatnalagafrumvarp þar sem
allt grunnvatn (drykkjarvatn) er skilið eftir í einkaeign. Þú
samþykktir þau lög, enda sagðist þú þá hafa fengið loforð frá
ríkisstjórnarflokki Samfylkingar um að lögin um náttúruauðlindir í
jörðu frá 1998 yrðu tekin til endurskoðunar og þeim breytt. (Það
var Finnur Ingólfsson þáv. iðnaðarráðherra sem kom þeim í gegn og
setti þar með allt grunnvatn í einkaeigu landeiganda.) Því spyr ég
þig: Hvernig líður loforði ...
Páll H. Hannesson
Lesa meira
Friðarverðlaunin koma í hlut ESB, eða framkvæmdastjórn
Evrópusambandsins, árið 2012. Medalíuna fá þeir, sem komu í veg
fyrir stríð í Mið-Evrópu eftir að hafa lagt álfuna í rúst. En
friðurinn er kannski "týndur gripur". Hernaðarbandalag á vegum
Evrópu fór með sprengjum gegn Líbíu. Öllum er það í fersku minni.
Sprengiflugvélarnar, t.d. þær norsku áttu bækistöðvar á Ítalíu. Og
Evrópa lætur sig litlu varða þótt menn drepi og nauðgi í stríðum
utan Evrópu. En gott og vel. Menn berjast ekki ...
Ólína
Lesa meira
...Mér þykir vænt um að sjá og heyra að þú gleymir
ekki að ræða um forvarnarstarfið gagnvart ungu ógæfufólki
sem hrekst inn í glæpahópa. Þetta má ekki gleymast. Menn
mega ekki missa sig í ofstækistali. Það þarf að taka á þessum málum
af festu og öryggi en jafnaframt öfgalaust. Það er farsældarleiðin.
Og hún skilar árangri.
Sunna Sara
Lesa meira
Sæll Ögmundur, þú virðist vera eini maðurinn á þingi sem hefur
og heldur við hugsjónir. Hvernig hefur farið fyrir okkur ef þetta
er rétt? Ég man eftir þér í gömlum umræðuþáttum og ég hugsaði með
mér hann er bara fastur í komma hugsun, en ég man og það flaska
margir á hvað almenningur man. Þó að margt sem þú hugsar og ég
hugsa aðeins öðruvísi, þá myndi ég tjalda með þér frekar en
...
Pétur S.
Lesa meira
..Ekki er vitað að sérstök guðþjónusta hafi verið í
Þingvallakirkju við upphaf þings hverju sinni meðan þing var háð
við Öxará og alla vega aldeilis ekki á 10. öld. Þing hófst eftir
venju að morgni fimmtudags í 11. viku sumars en það þótti hentugur
tími til þingstarfa eftir sauðburð og aðrar vorannir en áður en
heyannir hófust. Þingtíminn hefur lengi vel fylgt hormónastarfsemi
sauðkindarinnar og mætti Bjarni formaður skoða þetta mál betur.
Hvort guðþjónusta fyrir nútíma þingfólk hafi einhverja praktíska
þýðingu...
Guðjón Jensson, Mosfellsbæ
Lesa meira
Kúba Norðursins - Draumsýn samFylkingarinnar og VG - hvenær
kemur þú? Þið voruð tilbúnir með hlekkina, skuldaklafana og höfðuð
pantað arg hrægammanna og gelt sjefferanna. Æiæi, Ögmundur! Kúba
Norðursins - Draumsýn helferðarstjórnarinnar - kemur kemur þú?
Bíður þú enn - vongóður - Ögmundur Jónasson?
Noboddin
Lesa meira
Spilaði Sveinn Arason falskt undir dansinum í Vaðlaheiði?
Hreinn K
Lesa meira
Hefjum verkföll hækkum laun
hagnaðararði má skipta
Því fátæktin er félagsleg raun
Upp grettistaki nú lyfta!
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Nú birtir upp þá batna sár
bága heilsan skánar
Með vordögum verðum klár
er sólin skín og hlánar.
Af Kristrúnu gæti Katrín lært
því komin er á toppinn
Enn íhaldið virðist Kötu kært
lærði að sitja koppinn.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Í ellinni er upphefð góð
hjá elítunnar kálfum
Fálkaorðuna fær þá stóð
úthlutað sér sjálfum.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Leiðtogahjörðin á liðinni stund
lyftist á tá hver einasta Hrund
þær sér útvöldu
sitt ágæti töldu
og heimsyfirráð vildu eftir fund.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Skýrsluna hefði mátt skrifa betur
til nánari skoðunar landinn hvetur
þeir vinahóp töldu
og ættmenni völdu
í eftir á meðferð sjáum hvað setur.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
... Nú hafnar eldflaug í Póllandi. Bandarísk yfirvöld eru að rannsaka hvort ekki sé öruggt að Rússar hafi skotið henni. Líklegt? Spyr sá sem ekki veit en grunar margt.
Við erum í hættulegu kompaníi með stærstu auðhringum heims, þar á meðal hergagnaframleiðendum og handbendum þeirra. Ísland úr NATÓ HERINN BURT.
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Þrungin spenna þarna en
Þeir vilja báðir valdið
Gulli Þórðar og Bjarni Ben
berjast nú um íhaldið.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Á landsfundi verður líf og fjör
líka barist um valdið
því Gulli Þórðar vill verða sör
og reisa við íhaldið.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Gulli sækir að Bjarna Ben
með baráttu og læti
Segist með sérstakt gen
sem forystuna bæti.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Vanhæfni sína víst má dylja
vaxtaokrið leiðir hann
Ómenntaðir menn þó skilja
að minna en lítið kann.
Hann öfugmæla vísur virðir
um verkalýðsins auma hag
Fyrir velferðina víst nú girðir
Því vaxtaokur er hans fag.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Allt Frá lesendum