ENN UM MAGMA-BRASKIÐ

Sæll Ögmundur.
Síðastliðinn mánudag birtist nokkuð einkennileg auglýsing í Fréttablaðinu bls. 13: Sala skuldabréfs Orkuveita Reykjavíkur hefur falið Straumi .. að skoða möguleika á sölu skuldabréfs í eigu Orkuveitu Reykjavíkur, útgefnu af Magma Energy Sweden A.B. Í ljós kemur að skuldabréf þetta að fjárhæð $67.891.888 eða um ISKR 8 milljarða! Vaxtakjör eru óvenjulega lág eða 1.5% sem er innan við helmingurinn af dýrtíðinni hjá Bandaríkjamönnum. Þarna er braskið Kanadamannsins enn aftur komið í dagsljósið. Einhverra hluta vegna guggnaði ríkisstjórnin að láta rannsaka Magma hneykslið, hvernig unnt var að gera orkulindir íslensku þjóðarinnar að verslunarvöru. Auðvitað þarf OR að greiða umtalsvert hærri vexti vegna sinna umsvifa. Þessi fyrirhugaða sala er enn staðfesting að ekki sé allt í felldu.
Með bestu baráttukveðjum úr Mosfellsbæ.
Guðjón Jensson

Fréttabréf