AÐ HRUNI KOMINN 2012
...Held að stjórnarandstaðan hafi ekki hugsað þetta til enda og
hafa greinilega ekki þurft á þessari þjónustu að halda. Þessi mál
eru oft þungbær, sérhæfð og vandmeðfarin svo ég hef miklar áhyggjur
af því þar sem mörgum málsgreinum núverandi barnalaga er ekki fylgt
eftir að þessi breyting geri illt verra....Farsælla hefði verið að
fá tíma til að koma þessu á koppinn af alúð og með virðingu fyrir
börnum.
Ragnheiður
Lesa meira
Mjög oft hefur þú komið mér skemmtilega á óvart þessi síðustu 4
ár með góðum rökum og úthugsaðri stefnu sem oft byggir á skoðun sem
ég get skrifað undir að lang mestu leiti. En nú sýnist mér að Sir
Humphrey Appleby hafi eitthvað náð tökum á þér. Allt í einu og
nokkuð gjarnan síðustu örfáa mánuði hefur þú talað máli
stjórnsýslunar í stað þess að tala máli fólksins á Íslandi. Þú ert
einn af örfáum þingmönnum sem hefur ...
Hallur
Lesa meira
...Málið er mér skylt því ég starfa á sýslumannsskrifstofu
þar sem engin króna er aflögu...Að bæta við fleiri verkefnum án
nægilegs viðbótarfjármags er í hæsta máta óábyrgt.
Ljóst er að þau sem nú boða ný vinnubrögð í stjórnmálum undir
merkjum Bjartrar framtíðar gerast sjálf sek um gamaldags
og óábyrg vinnbrögð.
Starfsmaður á sýsluskrifstofu
Lesa meira
Það virðist vera að fleiri og fleiri ovæntir útlendingar
hafi fundið Ísland a kortinu og akveðið ad kaupa ser miða hingað
til að hefja nýtt líf. Nígeríubúar, til dæmis, sem eru ekki vanir
að koma á okkar köldu slóðir. Pólverjar og Lithaumenn. Ekki er thað
túrisminn sem aðladar þetta fólk yfirleitt. Getur thað verid ad
Ísland hafi ordróm á sér að hér sé ekki komin a fót heimagróin
mafia? Að það er ósnert land til töku? Að fólk hefur getað lifað
...
Kristín Sigurðsson
Lesa meira
...Mig langar til að lýsa yfir ánægju minni um að þér tókst að
ná kosningu í 1. sætið. Sennilegt má telja að viðvera þín og ræða
við bandaríska sendiráðið á dögunum hafi átt sinn þátt í því. Einn
kunningi minn sem er hæstaréttarlögmaður og giftur inn í íhaldsætt
kvað þig minna sig á Olav Palme þá hann tók þátt í mótmælum fyrir
um 40 árum gegn hernaðarhyggju Bandaríkjamanna í Víetnamstríðinu.
Réttsýni er mjög mikilvæg og þessi mótmæli eru mikilvæg. Annars
finnst mér að ...
Guðjón Jensson, Mosfellsbæ
Lesa meira
Vinsamlega ekki afgreiða endurmenntunar ákvæðið í
umferðarlögunum og ekki smygla Evrópureglum framhjá stjórnarskrá í
lög. Ekki valda mestu upptöku atvinnuréttinda sem um getur frá
upphafi Íslandsbyggðar. Ekki Evrópureglur gegn sjálfstæðu fullvalda
...
G. N.
Lesa meira
...Þessi lestur vekur gamlar minningar þegar Seðlabankinn hélt
vöxtum háum til að hamla þenslu á meðan ríkisstjórnin eyddi og
spennti bogann til að viðhalda velsæld og eigin vinsældum. Til
viðbótar hafði peningamálastjórnin þau áhrif að hvetja
fjármálaspekúlanta heimsins í vaxtamunarviðskipti sem olli innflæði
fjármagns, keyrði gengið upp og bóluna áfram ásamt því að skilja
okkur eftir með þessa margumtöluðu snjóhengju. Það er önnur saga en
sýnir hvert þessi einstrengingssýn á vexti sem stjórntæki
peningastefnunnar getur leitt þjóðina. Nú horfum við til þessa á
ný. Ríkisstjórnin fer fram með fjárfestingaráætlanir, göng, nýtt
fangelsi og helst spítala. Það er vegna þess að það er ...
Finnur
Lesa meira
...Gætir þú sagt okkur hvers vegna þú biðst undan spurningum um
málið? Þess má geta að þessi samþykkt tók gildi hérlendis árið 1971
og endurskoðuð útgáfa lögð fyrir þingið 2004-2005. Í þessum mánuði
lenti Íslenskur farmaður síðast í vandræðum vegna vanefnda ykkar í
að gefa út löglega sjóferðabók fyrir sjómenn. Er einhvers (annars
en þetta vanalega svar "Málið er í athugun hjá starfshópi") að
vænta frá ykkur áður en upphafleg undirskrift nær hálfrar aldar
afmæli? Telur þú...
Farmaður
Lesa meira
Svona þegar að Gvendarbrunnar koma til tals, þá datt mér til
hugar að senda slóð sem tengist vatni. Hvernig kemur þetta að líta
út um 2030?
http://www.aljazeera.com/indepth/features/2011/06/2011622193147231653.html
Emelía Einarsson
Lesa meira
Ég vona að þér komi til með að ganga vel í prófkjörinu á morgun.
Ég ætlaði ekki að trúa mínum eigin skilningarvitum þegar ég las í
Fréttablaðinu að læknar væru að reyna að setja þig af! Þetta getur
ekki verið því ég veit að innan heilbrigðisklerfisins áttu einmitt
mikinn stuðning einsg og Gunnar Gunnarsson bendir réttilega á í
grein á ...
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Á fátæktinni fékk að kenna
og faðirinn snortin sari
Þá alvaran fór upp að renna
úr varð Gunnar Smári.
Þá sósíalisminn í sálina rann
er samhjálp kynntist drengur
Við kapítalisma ei kunni hann
enda kallaður alþýðu fengur.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
... Engar vangaveltur voru um málið og þá hvort ekki hefði verið rétt að leyfa fólkinu að fara til síns heima eins og við hin gerum ef við smitumst af veirunni! Er það þá líka forréttindafrekja? Ferðamennirnir sem hingað komu vitandi um sóttkvíarskylduna færu síðan á hótel og greiddu þar að sjálfsögðu fyrir sig. Í fréttatíma Sjónvarps var ekki boðið upp á slíka málefnalega umfjöllun.
Fréttastofa sem setur málin svona fram í viðkvæmu deilumáli veldur ekki hlutverki sínu um að vera upplýsandi og málefnalegur miðill heldur kemur fram eins og dómgreindarlaus áróðursvél fyrir sjónarmið valdhafa.
Í þessum viðkæmu málum er beinlínis óábyrgt að ...
Sunna Sara
Lesa meira
Það var illa til fundið af Kára Stefánssyni í Kastljósi Sjónvarpsins að sveija á Brynjar Níelsson, alþingismann, og uppnefna hann fyrir að hafa vogað sér að fara til útlanda. Ef Brynjar Níelsson hlítir sóttvarnareglum á hann ekki að þurfa að sitja undir svívirðingum, hvorki af hálfu Kára Stefánssonar né annarra. Hvert stefnir þetta þjóðfélag okkar?
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Brynjar Trump brögðin kann
fátt bítur á guttann
Á sólarströnd nú situr hann
og sendir okkur puttann.
Höf. Pétur Hraunfjörð
Lesa meira
Að standa í þessu er stöðugt puð,
styðjum við Frakka og Belga.
Við trúum á okkar evrópska guð,
inngöngu í sambandið helga.
Að sitja á þingi og sulla með leir,
sannleikann móta ég hálfan.
Þruglið úr höfðinu þoli ekki meir,
þess vegna kæri mig sjálfan.
Evrópu selja áfram völd,
engar leiðir góðar.
Braska þau á bakvið tjöld,
beygja stoðir þjóðar.
...
Kári
Lesa meira
Hælið fyrir ríka öskurapa: Öskur og hvæs taugatrekktra og ríkra í hátalarakerfi, gegn óþolandi kyrrð öræfa landsins og gegn kyrrlæti valdra náttúrudásemda, varð stofn að ríkiskynningu til erl.ferðamanna nýlega.”Þeir ríku gráta mest” er sagt, þeir búa oftast við sálarkvalir. Slíkt mannval er einmitt æskilegast gesta til landsins, peningar þeirra í boði. “ Komið og öskrið á kyrrðina” (gegn greiðslu), er því tilboð íslenskra stjórnvalda til ríkisfólks heimsins, þess sem oftast grætur í hjarta sér þótt úr gulli sé gert. Þekkingu á bágu sálarlífi auðmanna er vel til að dreifa á Íslandi, hana má fénýta alþjóðlega. “ Komið til Islands, grátið, gólið, hvæsið, öskrið að vild” og græjurnar eru til reiðu. Vonin er ...
Grímur
Lesa meira
Nú fer páska helgin í hönd
hér margir láta sig dreyma
Vandamál sjáum víða um lönd
verum öll dugleg heima.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð
Lesa meira
Ég er sammála þér varðandi skynsemina, hún hlýtur að þurfa að fá að vera með. Ferðamálaráðherrann sem fór í partí með vinkonum sínum í miðju kófinu lætur nú loka annað fólk inni í hótelfangelsi og ríkisstjórn sem lætur milljarða í að auglýsa að fólk eigi að drífa sig til Íslands, lokar svo gestina inni í fangabúðum sem skattgreiðendur þurfa að borga fyrir. Eru engin takmörk? Var verið að tala um skynsemi eða kannski skort á henni? Auðvitað átti ekkert að auglýsa að fólk ætti að koma við þessar aðstæður! Og þarf ekki að ræða við ferðafyrirtækin sem auglýsa helgarferðir til að sjá eldgos? Hvernig væri að slá í einn fund í þjóðaröryggisráðinu þar sem þau sem í því sitja gætu tekið púls hvert á öðru? Það er orðið eitthvert skammhlaup í heilabúunum sýnist mér.
Sunna Sara
Lesa meira
Stjórnvöldin undir stórútgerð hlaða,
stórlega margt er fúið.
Fjárglæframenn valda feikna skaða,
færist á þjóðarbúið.
...
Kári
Lesa meira
Nú vorið nálgast bjart og hlýtt
Nú kemst ég brátt á sjóinn
Nú verður hér fleyi úr fjöru ýtt
Nú farinn er allur snjórinn.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð
Lesa meira
Allt Frá lesendum