AÐ HRUNI KOMINN 2012
Ég vil lýsa yfir sérstakri ánægju minni með þá ákörðun þína að
stefnt skuli nú aftur að strandsiglingum á Íslandi... Í skýrslu
Rannsóknanefndar umferðarslysa frá árinu 2009 kemur fram að á
árunum 2005-2009 voru 18% banaslysa tengt áreksti milli
fólksbifreiðar og vöruflutninga- eða hópbifreiðar. Þar sem þrír
bílar eða fleiri komu við sögu, tengdust yfir helmingur banaslysa
áreksti við stóru bifreiðarnar...
Vilhjálmur Ari Arason
Lesa meira
Hvernig væri að kasta fram frumvarpi á Alþingi? Hugsanlega
ríkisstjórnarfrumvarpi. Frumvarpi sem höggva myndi á marga hnúta.
Fyrst þyrfti að nema úr gildi lög Árna Páls Árnasonar og viðurkenna
mistökin en svo mætti leggja fram þetta einfalda frumvarp: "Fara
skal eftir dómum Hæstaréttar. Gildir þetta fyrir bankana og
fjármagnseigendur...
Ólína
Lesa meira
Heyrði í viðtal í útvarpi, sennilega á Sögu, þar sem Sigríður
Ingibjörg Ingvadóttir fór yfir langanir sínar og þrár í pólitík.
Ótrúlegt hve mjög menn geta orðið viðskila við raunveruleikann.
Sigríður Ingibjörg varði með kjafti og klóm gríðarlegan niðurskurð
í velferðarkerfinu... Þá gat hún engu svarað um eitt af
grundvallaratriðum rammaáætlunar eins og Mörður Árnason skilgreinir
afstöðu Samfylkingarinnar. Viðskila við veruleikann. Er ekki tíminn
til kominn að tengja og viðurkenna: Fjármálakerfið hefur gengið
fram af mikilli hörku gagnvart skuldsettu fólki, gengismálum er
hagað þannig að almenningur á aldrei leik, laun voru lækkuð, bætur
voru lækkaðar, allur tilkostnaður við rekstur heimila hefur
stóraukist...
Stefán
Lesa meira
...Þegar Valgerður Sverrisdóttir lagði fram frumvarp til
vatnalaga börðust bæði þingflokkur VG og Samfylkingar hart á móti.
Sömu flokkar samþykktu svo meingallað vatnalagafrumvarp þar sem
allt grunnvatn (drykkjarvatn) er skilið eftir í einkaeign. Þú
samþykktir þau lög, enda sagðist þú þá hafa fengið loforð frá
ríkisstjórnarflokki Samfylkingar um að lögin um náttúruauðlindir í
jörðu frá 1998 yrðu tekin til endurskoðunar og þeim breytt. (Það
var Finnur Ingólfsson þáv. iðnaðarráðherra sem kom þeim í gegn og
setti þar með allt grunnvatn í einkaeigu landeiganda.) Því spyr ég
þig: Hvernig líður loforði ...
Páll H. Hannesson
Lesa meira
Friðarverðlaunin koma í hlut ESB, eða framkvæmdastjórn
Evrópusambandsins, árið 2012. Medalíuna fá þeir, sem komu í veg
fyrir stríð í Mið-Evrópu eftir að hafa lagt álfuna í rúst. En
friðurinn er kannski "týndur gripur". Hernaðarbandalag á vegum
Evrópu fór með sprengjum gegn Líbíu. Öllum er það í fersku minni.
Sprengiflugvélarnar, t.d. þær norsku áttu bækistöðvar á Ítalíu. Og
Evrópa lætur sig litlu varða þótt menn drepi og nauðgi í stríðum
utan Evrópu. En gott og vel. Menn berjast ekki ...
Ólína
Lesa meira
...Mér þykir vænt um að sjá og heyra að þú gleymir
ekki að ræða um forvarnarstarfið gagnvart ungu ógæfufólki
sem hrekst inn í glæpahópa. Þetta má ekki gleymast. Menn
mega ekki missa sig í ofstækistali. Það þarf að taka á þessum málum
af festu og öryggi en jafnaframt öfgalaust. Það er farsældarleiðin.
Og hún skilar árangri.
Sunna Sara
Lesa meira
Sæll Ögmundur, þú virðist vera eini maðurinn á þingi sem hefur
og heldur við hugsjónir. Hvernig hefur farið fyrir okkur ef þetta
er rétt? Ég man eftir þér í gömlum umræðuþáttum og ég hugsaði með
mér hann er bara fastur í komma hugsun, en ég man og það flaska
margir á hvað almenningur man. Þó að margt sem þú hugsar og ég
hugsa aðeins öðruvísi, þá myndi ég tjalda með þér frekar en
...
Pétur S.
Lesa meira
..Ekki er vitað að sérstök guðþjónusta hafi verið í
Þingvallakirkju við upphaf þings hverju sinni meðan þing var háð
við Öxará og alla vega aldeilis ekki á 10. öld. Þing hófst eftir
venju að morgni fimmtudags í 11. viku sumars en það þótti hentugur
tími til þingstarfa eftir sauðburð og aðrar vorannir en áður en
heyannir hófust. Þingtíminn hefur lengi vel fylgt hormónastarfsemi
sauðkindarinnar og mætti Bjarni formaður skoða þetta mál betur.
Hvort guðþjónusta fyrir nútíma þingfólk hafi einhverja praktíska
þýðingu...
Guðjón Jensson, Mosfellsbæ
Lesa meira
Kúba Norðursins - Draumsýn samFylkingarinnar og VG - hvenær
kemur þú? Þið voruð tilbúnir með hlekkina, skuldaklafana og höfðuð
pantað arg hrægammanna og gelt sjefferanna. Æiæi, Ögmundur! Kúba
Norðursins - Draumsýn helferðarstjórnarinnar - kemur kemur þú?
Bíður þú enn - vongóður - Ögmundur Jónasson?
Noboddin
Lesa meira
Spilaði Sveinn Arason falskt undir dansinum í Vaðlaheiði?
Hreinn K
Lesa meira
Á fátæktinni fékk að kenna
og faðirinn snortin sari
Þá alvaran fór upp að renna
úr varð Gunnar Smári.
Þá sósíalisminn í sálina rann
er samhjálp kynntist drengur
Við kapítalisma ei kunni hann
enda kallaður alþýðu fengur.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
... Engar vangaveltur voru um málið og þá hvort ekki hefði verið rétt að leyfa fólkinu að fara til síns heima eins og við hin gerum ef við smitumst af veirunni! Er það þá líka forréttindafrekja? Ferðamennirnir sem hingað komu vitandi um sóttkvíarskylduna færu síðan á hótel og greiddu þar að sjálfsögðu fyrir sig. Í fréttatíma Sjónvarps var ekki boðið upp á slíka málefnalega umfjöllun.
Fréttastofa sem setur málin svona fram í viðkvæmu deilumáli veldur ekki hlutverki sínu um að vera upplýsandi og málefnalegur miðill heldur kemur fram eins og dómgreindarlaus áróðursvél fyrir sjónarmið valdhafa.
Í þessum viðkæmu málum er beinlínis óábyrgt að ...
Sunna Sara
Lesa meira
Það var illa til fundið af Kára Stefánssyni í Kastljósi Sjónvarpsins að sveija á Brynjar Níelsson, alþingismann, og uppnefna hann fyrir að hafa vogað sér að fara til útlanda. Ef Brynjar Níelsson hlítir sóttvarnareglum á hann ekki að þurfa að sitja undir svívirðingum, hvorki af hálfu Kára Stefánssonar né annarra. Hvert stefnir þetta þjóðfélag okkar?
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Brynjar Trump brögðin kann
fátt bítur á guttann
Á sólarströnd nú situr hann
og sendir okkur puttann.
Höf. Pétur Hraunfjörð
Lesa meira
Að standa í þessu er stöðugt puð,
styðjum við Frakka og Belga.
Við trúum á okkar evrópska guð,
inngöngu í sambandið helga.
Að sitja á þingi og sulla með leir,
sannleikann móta ég hálfan.
Þruglið úr höfðinu þoli ekki meir,
þess vegna kæri mig sjálfan.
Evrópu selja áfram völd,
engar leiðir góðar.
Braska þau á bakvið tjöld,
beygja stoðir þjóðar.
...
Kári
Lesa meira
Hælið fyrir ríka öskurapa: Öskur og hvæs taugatrekktra og ríkra í hátalarakerfi, gegn óþolandi kyrrð öræfa landsins og gegn kyrrlæti valdra náttúrudásemda, varð stofn að ríkiskynningu til erl.ferðamanna nýlega.”Þeir ríku gráta mest” er sagt, þeir búa oftast við sálarkvalir. Slíkt mannval er einmitt æskilegast gesta til landsins, peningar þeirra í boði. “ Komið og öskrið á kyrrðina” (gegn greiðslu), er því tilboð íslenskra stjórnvalda til ríkisfólks heimsins, þess sem oftast grætur í hjarta sér þótt úr gulli sé gert. Þekkingu á bágu sálarlífi auðmanna er vel til að dreifa á Íslandi, hana má fénýta alþjóðlega. “ Komið til Islands, grátið, gólið, hvæsið, öskrið að vild” og græjurnar eru til reiðu. Vonin er ...
Grímur
Lesa meira
Nú fer páska helgin í hönd
hér margir láta sig dreyma
Vandamál sjáum víða um lönd
verum öll dugleg heima.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð
Lesa meira
Ég er sammála þér varðandi skynsemina, hún hlýtur að þurfa að fá að vera með. Ferðamálaráðherrann sem fór í partí með vinkonum sínum í miðju kófinu lætur nú loka annað fólk inni í hótelfangelsi og ríkisstjórn sem lætur milljarða í að auglýsa að fólk eigi að drífa sig til Íslands, lokar svo gestina inni í fangabúðum sem skattgreiðendur þurfa að borga fyrir. Eru engin takmörk? Var verið að tala um skynsemi eða kannski skort á henni? Auðvitað átti ekkert að auglýsa að fólk ætti að koma við þessar aðstæður! Og þarf ekki að ræða við ferðafyrirtækin sem auglýsa helgarferðir til að sjá eldgos? Hvernig væri að slá í einn fund í þjóðaröryggisráðinu þar sem þau sem í því sitja gætu tekið púls hvert á öðru? Það er orðið eitthvert skammhlaup í heilabúunum sýnist mér.
Sunna Sara
Lesa meira
Stjórnvöldin undir stórútgerð hlaða,
stórlega margt er fúið.
Fjárglæframenn valda feikna skaða,
færist á þjóðarbúið.
...
Kári
Lesa meira
Nú vorið nálgast bjart og hlýtt
Nú kemst ég brátt á sjóinn
Nú verður hér fleyi úr fjöru ýtt
Nú farinn er allur snjórinn.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð
Lesa meira
Allt Frá lesendum