Fara í efni

MÁLEFNI ÚTLENDINGA VIÐKVÆM

Sæll Ögmundur.
Mikið mæðir á þér vegna hælisleitenda sem hingað koma flugleiðis meðal annars skilríkjalausir. Það liggur klárt fyrir að á upphafsstað þurfa þeir að framvisa skilríkjum en rífa þau síðan í sundur um borð í vélinni og sturta í salerni. Þegar svo háttar er bersýnileega verið að blekkja útlendingastofu og þess vegna ætti að snúa öllum við og senda til baka á upphafsstað því við berum ekki ábyrgð á eyðileggingu skilríkja.
Rétta leiðin væri að sækja um hæli í sendiráðum vorum og málin afgreidd á þann hátt en þeir sem koma frá Afríku ríkjum í tugþúsunda vís til Ítalíu sitja fastir á eynni Lampedusa og fá ekki að fara inn á meginlandið. Cameron Forsætisráðherra Bretlands segir að sér komi ekki við frjálst flæði milli landa innan ESB og allir verða að sæta skoðun við komu á flugvelli þar. Hann segir að þeir vilji skoða hvern og einn af öryggisástæðum og meðal annars skilríki lausafé og farseðil til baka. Við erum ákaflega viðkvæm með meðferð útlendinga og þeir hafa mina samúð en þegar þeir ógna Eimskipi sem dæmi, með því ítrekað að gerast laumufarþegar er dýrt spaug og þeir gætu allt eins gert það við flugið líka.
Forstjóri Útlendingastofu hefur talsvert til síns máls þegar ég hef hlustað á hana í fjölmiðlum. Forstjóri Barnaverndarstofu sem heyrir undir ráðuneytið ætti kanski líka að mæta á teppinu með öllum þessum ssvörum varðandi viðkvæmt mál í Noregi og ummælu ísl.prestsins þar.
Þór Gunnlaugsson