MÓTMÆLIR ORÐUM FORSTJÓRA ÚTLENDINGA-STOFNUNAR

Sæll Ögmundur!
Fordómar forstjóra Útlendingastofnunar eru hneyksli. Forstjórinn gerir lítið úr þeim sem eru á flótta og þurfa að leita sér hælis og talar um það sem "aðlaðandi kost"! Menn séu bara að misnota sér "gestrisni" Íslendinga og komi hingað til að fá frítt fæði og húsnæði!! Og geti verið hér lengi sem hælistúristar af því að málsmeðferð sé svo "hrikalega löng"! Væntanlega þekkir hún ekki til á því "fjögurra stjörnu hóteli" þar sem hælisleitendur eru meira og minna lokaðir inni á, því ekki mega þeir einu sinni kaupa sér mat í öðrum sveitarfélögum!
Mín skoðun er sú að þessi Kristín Völundardóttir forstjóri Útlendingastofnunar eigi að segja af sér á stundinni! Hún er greinilega ekki hæf til að sinna þessum umbjóðendum sínum sem skyldi. Hafi hún ekki dómgreind til þess þarf Ögmundur Jónasson að halda áfram að moka skítnum út á Útlendingastofnun. Eftir höfðinu dansa limirnir.
Kristín Völundardóttir: "Það getur verið dálítið aðlaðandi fyrir fólk sem að er ekki beinlínis hælisleitendur, sem ætla að vinna ólöglega eða koma í öðrum tilgangi, að koma til Íslands. Þetta getur verið fýsilegur kostur, að fá frítt fæði og húsnæði þegar málsmeðferðin er svona hrikalega löng."
Forstjórinn talar um að "það séu vísbendingar um að fólk komi hingað og stundi það sem kallist asylum shopping eða ferðamenn í hælisleit. Þá er fólk bara að fara til útlanda og kynnast landi og þjóð og nýti sér þá þjónustu sem hælisleitendum stendur til boða."
Hún viðurkennir hins vegar að hún hafi ekki hugmynd um hversu stór hópur þetta er! Þetta heitir að ala á fordómum og er lögbrot það best ég veit! Afsökun hennar fyrir fáfræðinni varðandi hversu margir slíkir "misnotandi ferðamenn sem vilja frítt fæði og húsnæði meðan þeir skoða land og þjóð" eru á ferðinni er að "Stofnunin sé undirmönnuð og því ekki mikið svigrúm til að stunda fræðimennsku og rannsóknir." Það er hins vegar greinilega nægilegt svigrúm innan Útlendingastofnunar til að ala á og útbreiða fordóma! Ummælin eru hneyklsi. Forstjórinn á að segja af sér tafarlaust! http://www.ruv.is/frett/saekja-til-islands-til-ad-fa-fritt-uppihald
Páll H. Hannesson

Þakka bréfið Páll: http://www.innanrikisraduneyti.is/frettir/nr/28395
http://ruv.is/frett/osattur-vid-fullyrdingu-um-flottamenn 
http://smugan.is/2013/01/innanrikisradherra-segir-ummaeli-forstjora-utlendingastofunar-rakalaus/
Kv.,
Ögmundur

Fréttabréf