TIL HAMINGJU ERÓPA

Sæll Ögmundur. Til hamingju með ESB-regluverkið. Til hamingju með réttarríkið EFTA og þau gildi sem ESB-samvinnan byggist á. Það er rétt hjá þér: Menn eiga að gleðjast, kunna að sigra. Og það er fleira rétt. Það er rétt hjá Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra, að á sigurstund eiga menn ekki að leita sökudólga.  Og menn eiga að vera stórir í sniðum, eins og fyrsti þingmaður NA-kjördæmis segir svo réttilega.  Þá sem hafa verið niðurlægðir, úthrópaðir, og meira og minna úthýst á hinum pólitíska vettvangi ætti hins vegar að biðja afsökunar fyrir að láta menn gjalda Ice-save afstöðunnar. Ekki endilega opinberlega og kannske ekki í orði, en allavega í gjörðum. Þeir væru menn að meiri sem bæðust afsökunar á að hafa látið samherjana gjalda fyrir Ice-afstöðuna.
Kv.
Ólína

Fréttabréf