AÐ HRUNI KOMINN Febrúar 2013
Ég spurði um daginn um stefnu VG í skuldamálum heimilanna. Ef
til vill vitnaði ég rangt í orð nýkjörins formanns VG og bið þá
forláts á því. En svo vill til að ágæt fésbókarvinkona mín, Arna
Mosdal, vísar í viðtal Fréttablaðsins við formanninn um
skuldavandann og ekki kemur það betur út fyrir hreyfinguna. Katrín
segir þar...Fjöldi fólks bíður leiðréttinga. Það mun ekki bíða 5-8
ár til viðbótar. Það mun ekki hinkra deginum lengur en til
kjördags....
Hulda
Lesa meira
Sæll, Ögmundur, til að byrja með þá styð eg þig og tel þig
eðalmann,en varðandi netið er að óheft segir það sannleikann, netið
a a vera heilagt þvi þar er engin ritskoðun af neinu tagi, og án
lokunar sjáum við betur vandamalin.
Guðmundur
Lesa meira
Tvívegis á jafnmörgum dögum hef ég heyrt nýjan formann VG lýsa
því yfir að flokkurinn ætli að grynnka á húsnæðisskuldum fólks á
fimm til átta árum. Ekki veit ég til þess að nokkur önnur
manneskja, amk. ekki svotitluð málsmetandi, hafi látið detta sér í
hug að beita jafn hægfara og innistæðulausri skuldakyrkingu á
landsmenn. Ég leyfi mér því að spyrja: Er þetta 5-8 ára plan
...
Hulda
Lesa meira
...Mig langar að tjá mig aðeins um þetta klám frumvarp og spyrja
hvort þú viljir skoða einn hlut sem þarfnast einhverrar athygli?
Hvað með að vera með 2 týpur af fréttum? Að það sem börn eiga ekki
að horfa á verði á rauðri fréttastöð. Það er fullt af fólki á
Íslandi sem myndi horfa á grænu stöðina frekar. Því það vill enginn
horfa á ofbeldi og ógeð. Hvernig væri að banna allt vont myndefni í
fréttum frekar. Hvað erum við að sýna ...
Erling
Lesa meira
Sæll Ögmundur og gleðilegt nýtt ár. Nú gleðjast hægri menn eftir
ýmsa "sigra" eins og þeir vilja orða hlutina. Sennilega hefur þetta
dæmalausa Icesave mál verið ríkisstjórninni einna erfiðast en þegar
öllu er á botninn hvolft, hefðum við náð nákvæmlega sömu niðurstöðu
fyrir 3 árum! Í ljós hefur komið og var í raun alltaf rétt, að
...
Guðjón Jensson
Lesa meira
...Sorry kallinn minn en Þinn tími er liðinn. Pakkaðu saman
dótinu þínu og komdu þér út!
Arnar
Lesa meira
Mér finnast fráleitar þessar vangaveltur með FBI og aðkomu
ráðuneytanna að henni. Hver gaf leyfið í fyrstu og það sama á við
um einkatölvu Birgittu alþingiskonu. Það er klárt að villt var um
fyrir innanríkisráðherra og einhver þarf að vikja úr starfi.
Lögreglumenn héðan hafa í gegn um árin farið ...
Þór Gunnlaugsson
Lesa meira
Góð þótti mér grein Sunnu Óskar Logdóttur íMmorgunblaðinu um
síðustu helgi. Fyrirsögnin var Pirraði og kynsvelti
ráðherrann. Mörgum brá í brún við lesturinn framan af en til
enda urðu menn að lesa greinina til að átta sig á boðskapnum. Ég
leyfi mér að birta grein Sunnu hér að neðan svo þau sem ekki
lesa Moggann fái notið:
Arna
"Ögmundur Jónasson er svekktur yfir að fá ekki að
horfa á klám. Þess vegna...
Lesa meira
... Ég las grein þína um kjarnorkuvopnin og fór á slóðina sem þú gafst inn á ræðu þína í þinginu um NATÓ og “öryggisstefnu” Íslands. Mikið vildi ég að þó ekki væri nema ein rödd á Alþingi sem talaði eins og þú gerðir en það er ENGINN þingmaður sem það gerir. Er að undra að fólk missi trúna á þinginu og þeim sem þar sitja í umboði vinstri stefnu! Ef gagnrýni er hreyft á NATÓ þá er það lágvært hvísl til að sýnast!
Runólfur
Lesa meira
Kosningarnar koma hér,
kanntu fléttu snúna?
Bankasýslan býður þér,
að byrja ránið núna.
Kári
Lesa meira
Kosningaárið er komið með stæl
kysumst föðmumst verum indæl
staðreyndin er
að Íhaldið fer
auðvitað verðum ánægð og sæl
Líklega er kreppan kominn á ról
keimlík um heimsins byggðu ból
þá sér hver raftur
gjaldþrotin aftur
og endist víst framyfir næstu jól.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Meðvirkni er mikið böl,
magnast hún á þingi.
Ef þar skamma áttu dvöl,
alltaf ferð í hringi.
...
Kári
Lesa meira
Talskona Pírata, Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, sagði í útvarpsfréttum að vonandi yrði komandi þing gott og að menn færu ekki sð karpa um smámál og tók síðan andköf til að frábiðja “málþóf” og mátti skilja að þar vísaði hún í málflutning Miðflokksins um orkupakkann.
Mér þótt sá málflutningur góður en hinn slakur, svo ekki sé meira sagt, frá hendi Pírata, Samfylkingar og Viðreisnar. Flokkur fólksins var í lagi framan af en lyppaðist síðan niður. Stjórnarflokkana...
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Uppruni raforku á Íslandi er 57% jarðefnaeldsneyti, 34% kjarnorka og endurnýtanleg raforka einungis 9%. Þessi tilhögun og brask hjálpar umhverfissóðum að sýna hreinna bókhald.
Það sem ég velti fyrir mér, hver er ábyrgð íslenskra fyrirtækja sem selt hafa kjarnorkuveri upprunaábyrgð sem verður svo fyrir stórslysi, s.b. Tjernobil, er ekki eigandi upprunans sökudólgurinn eða ...
Rúnar Sveinjörnsson
Lesa meira
Þennan gamla þekkjum veg,
þreyttan sýna vanga.
Þú færð banka, þjóðgarð ég,
þannig skiptin ganga.
Ýmsa galla á því sé,
ætla að fylla á tanka.
Þegar vilja þvætta fé,
þá menn nota banka.
...
Kári
Lesa meira
Þegar græðir þjóðarbú,
þá við heimtum lykla.
Rán á banka ræðum nú,
reynsluna höfum mikla.
Tíminn þessi táknræni,
tækifæri í búskap.
Frelsi ásta og fjölkvæni,
fleiri en tveir í hjúskap.
...
Kári
Lesa meira
Bjarni selur bankann fljótt
bætir við fjölskyldu eignir
þó Engeyingarnir eigi gnótt
eflaust verða fegnir.
SA hagnaðist um fúlgur fjár
fljótlega kaupa því banka
En alþýðan sveltur og er sár
sé Drífu með þunga þanka.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Ef að drýpur eitthvað smér,
öllu vill hún sanka.
Íslenska mafían ætlar sér,
eignarhald á banka.
Kári
Lesa meira
Allt Frá lesendum