AÐ HRUNI KOMINN Mars 2013
Þú telur upp ýmis mál sem samþykkt voru á Alþingi og önnur sem
ekki hlutu náð. Verst þótti mér að ekki skyldi takast að fá
happdrættisfrumvarpið samþykkt. Í minni fjölskyldu er
spilafíkn mikið böl og ef ég á að segja þér alveg eins og er
Ögmundur þá hef ég alltaf stutt þig fyrst og fremst vegna einarðrar
baráttu þinnar fyrir hönd spilafíkla og aðstandenda þeirra. Ég mun
halda áfram að kjósa þig og þinn flokk en mikil er skömm þeirra sem
stöðvuðu þetta mál!
Móðir spilafíkils
Lesa meira
Hvernig réttlætir þú nýsamþykkt lög sem heimila
atvinnuráðherra, samflokksmanni þínum, Steingrími J. Sigfússyni, að
semja um milljarða ríkisstuðning upp úr mínum skattavasa til
erlendrar kísilmálmbræðslu á Bakka við Húsavík og
skattaívilnanir í ofanálag, þar með talið niðurfellingu á
tryggingagjöldum? Ég krefst ...
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
.... Ég styð þig eindregið í baráttunni við að halda
Reykjavíkurflugvelli þar sem hann er. Ástæðurnar má meðal annars
sjá í meðfylgjandi skjali. http://www.mbl.is/greinasafn/grein/1197270/
...
Matthías Arngrímsson
Lesa meira
Ég vil auðvelda fólki að ferðast til Reykjavíkur frá
landsbyggðinni og auðvitað á það sama við þegar fólk vill fljúga út
á land. Ég vil því ekki færa þennan flugvöll. Það er dýrt að fljúga
innanlands en kosturinn við Reykjavíkurflugvöll er sá að það er
stutt að fara inn í miðbæ eftir að lent er eða eða í flestar
stofnanir og hótel svo einthvað sé nefnt. En ef það eru til svona
miklir peningar núna þ.e.a.s fyrir nýjum flugvelli mætti þá ekki
...
Jóhannes T. Sigursveinsson
Lesa meira
Til að auka frelsi mitt til að sjá ekki það sem ég vil ekki sjá
á netinu, ætti að skylda alla þá sem skaffa netsamband að bjóða
gjaldfrjálsa netsíu á internettenginuna. Þannig að ég hafi val á að
loka á ákveðið efni. Þetta tekur til fjárhættuspils, kláms og annað
sem ég vil ekki hafa.
Isaac Judah
Lesa meira
Sæll Ögmundur. Það eru þrjú óskyld atriði sem mig langar að ræða
um og það fyrra eru vangaveltur um sölu á tveim bönkum og þjóðinni
komi það ekkert við engin þjóðaratkvæðagreiðsla ?? Þetta er bara
regin hneyksli því ríkissjóður er búinn að dæla skattpeningum inn í
bankana og sparisjóðina og því hljóta greiðendur, fólkið í landinu
hafa eitthvað um það að segja? Hitt varðar hugsanlega innlimun
okkar í ESB á sama tima og Bretar vilja þaðan út. Forsíða Daly Mail
...
Þór Gunnlaugsson
Lesa meira
Ég er ekki viss um að það sé auðvelt að hamla gegn ofbeldisefni
á vefnum en ég er ánægður með umræðuna sem þú hefur vakið. Það er
alltof mikið um að kreddufólk kæfi í fæðingu þarfa umræðu. Það er
því gott að hafa fólk sem þorir. Þöggunarfólkið er sama fólkið og
segist vilja vernda tjáningarfrelsi á netinu en hamast síðan með
gegndarlausum árásum á þá sem leyfa sér að nýta þetta sama frelsi.
Skondnast finnst mér að heyra ...
Jóel A.
Lesa meira
Þú berst gegn leyniþjónustu-þingmáli Sivjar Friðleifsdóttur
og félaga hennar, Ögmundur. Hef fylgst með því. Það er gott.
En ég er ósammála þér að stöðva eigi málið. Reyndu þvert á móti að
láta það koma til atkvæðagreiðslu! Mig langar til að sjá hver þau
eru sem vilja leyniþjónustu á Íslandi!!! ... Sammála
Haffa (hér á síðunni) um að fá það fram hjá Bjarna Ben
hvort það eru Englar Helvítis sem hann vill ekki láta hlera eða
hvort ...
Sunna Sara
Lesa meira
Hvers vegna skyldi Bjarni Benediktsson, formaður
Sjálfstæðisflokksins, vera að spyrja svona áhyggjufullur um
hleranir vegna glæparannsókna? Er það umhyggja fyrir Hells Angels?
Eða er það umhyggja fyrir félögum úr Flokknum sem hrasað hafa á
hálum siðferðs-ís gróðahyggjunnar? Nú er farið að dæma vegna
rannsókna Sérstaks saksóknara og þá vakna til lífsins ...
Haffi
Lesa meira
... Ég las grein þína um kjarnorkuvopnin og fór á slóðina sem þú gafst inn á ræðu þína í þinginu um NATÓ og “öryggisstefnu” Íslands. Mikið vildi ég að þó ekki væri nema ein rödd á Alþingi sem talaði eins og þú gerðir en það er ENGINN þingmaður sem það gerir. Er að undra að fólk missi trúna á þinginu og þeim sem þar sitja í umboði vinstri stefnu! Ef gagnrýni er hreyft á NATÓ þá er það lágvært hvísl til að sýnast!
Runólfur
Lesa meira
Kosningarnar koma hér,
kanntu fléttu snúna?
Bankasýslan býður þér,
að byrja ránið núna.
Kári
Lesa meira
Kosningaárið er komið með stæl
kysumst föðmumst verum indæl
staðreyndin er
að Íhaldið fer
auðvitað verðum ánægð og sæl
Líklega er kreppan kominn á ról
keimlík um heimsins byggðu ból
þá sér hver raftur
gjaldþrotin aftur
og endist víst framyfir næstu jól.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Meðvirkni er mikið böl,
magnast hún á þingi.
Ef þar skamma áttu dvöl,
alltaf ferð í hringi.
...
Kári
Lesa meira
Talskona Pírata, Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, sagði í útvarpsfréttum að vonandi yrði komandi þing gott og að menn færu ekki sð karpa um smámál og tók síðan andköf til að frábiðja “málþóf” og mátti skilja að þar vísaði hún í málflutning Miðflokksins um orkupakkann.
Mér þótt sá málflutningur góður en hinn slakur, svo ekki sé meira sagt, frá hendi Pírata, Samfylkingar og Viðreisnar. Flokkur fólksins var í lagi framan af en lyppaðist síðan niður. Stjórnarflokkana...
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Uppruni raforku á Íslandi er 57% jarðefnaeldsneyti, 34% kjarnorka og endurnýtanleg raforka einungis 9%. Þessi tilhögun og brask hjálpar umhverfissóðum að sýna hreinna bókhald.
Það sem ég velti fyrir mér, hver er ábyrgð íslenskra fyrirtækja sem selt hafa kjarnorkuveri upprunaábyrgð sem verður svo fyrir stórslysi, s.b. Tjernobil, er ekki eigandi upprunans sökudólgurinn eða ...
Rúnar Sveinjörnsson
Lesa meira
Þennan gamla þekkjum veg,
þreyttan sýna vanga.
Þú færð banka, þjóðgarð ég,
þannig skiptin ganga.
Ýmsa galla á því sé,
ætla að fylla á tanka.
Þegar vilja þvætta fé,
þá menn nota banka.
...
Kári
Lesa meira
Þegar græðir þjóðarbú,
þá við heimtum lykla.
Rán á banka ræðum nú,
reynsluna höfum mikla.
Tíminn þessi táknræni,
tækifæri í búskap.
Frelsi ásta og fjölkvæni,
fleiri en tveir í hjúskap.
...
Kári
Lesa meira
Bjarni selur bankann fljótt
bætir við fjölskyldu eignir
þó Engeyingarnir eigi gnótt
eflaust verða fegnir.
SA hagnaðist um fúlgur fjár
fljótlega kaupa því banka
En alþýðan sveltur og er sár
sé Drífu með þunga þanka.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Ef að drýpur eitthvað smér,
öllu vill hún sanka.
Íslenska mafían ætlar sér,
eignarhald á banka.
Kári
Lesa meira
Allt Frá lesendum