SKÖMM AÐ STOPPA HAPPDRÆTTIS FRUMVARPIÐ!
Þú telur upp ýmis mál sem samþykkt voru á Alþingi og önnur sem
ekki hlutu náð. Verst þótti mér að ekki skyldi takast að fá
happdrættisfrumvarpið samþykkt. Í minni fjölskyldu er
spilafíkn mikið böl og ef ég á að segja þér alveg eins og er
Ögmundur þá hef ég alltaf stutt þig fyrst og fremst vegna einarðrar
baráttu þinnar fyrir hönd spilafíkla og aðstandenda þeirra. Ég mun
halda áfram að kjósa þig og þinn flokk en mikil er skömm þeirra sem
stöðvuðu þetta mál!
Móðir spilafíkils