AÐ HRUNI KOMINN Apríl 2013
... En í stað þess að dvelja við það liðna vil ég aðeins
spá í spilin sem sá Framsóknarmaður sem ég var fram að 12 ára
aldri. Ef ég væri formaður Framsóknarflokksins í dag, sýndist mér
einboðið að mynda stjórn með VG og Samfylkingu. Í öllu falli myndi
ég forðast eins og heitan eldinn að fara í stjórn með
Sjálfstæðisflokki. Gerði ég það væri ég að stefna góðum árangri
Framsóknar í kosningunum í stórhættu. Framsókn, öfugt við
Sjálfstæðisflokkinn, hefur farið í gegnum vissa endurnýjun á
hugmyndum sínum og gert upp við hægri arfleifð Halldórs og Finns.
Sú endurnýjun Framsóknar fer beint í vaskinn í hugum fólks ef
endurtaka á stef hrunstjórnarinnar. Það er sá blettur á fortíð
Framsóknar sem flokkurinn þarf að bráðnauðsynlega að afmá. Fari
Framsókn í stjórn með Sjöllum, blasir við ...
Páll H.
Lesa meira
Gangi þér vel í kosningunni á morgun. Þú ert búinn að standa þig
vel sem ráðherra og ég gæti ekki hugsað til þess
að stjórnarandstaðan ætti þig ekki að ef svo hræðilega
æxlaðist að gömlu hrunverjarnir í Sjálfstæðisflokki og
Framsóknarflokki mynduðu næstu ríkisstjórn.
Sveinn Jónsson
Lesa meira
Líst vel á að fá Rósu Björk á þing. Það ætti að takast með
sameiginlegu átaki. Áfram stelpur. Þú mátt gjarnan vera með
Ögmundur minn! enda hefurðu staðið þig vel í
jafnréttismálunum!
Guðfinna Jónsdóttir
Lesa meira
Ég er hundfúll út í VG en ég ætla að kjósa þig þrátt fyrir VG.
Ég ætla að kjósa þig út af fjórum málum, Icesave, Núbó, Guðmundar-
og Geirfinnsmálum og síðan Landsdómsmálinu. Eftir þessa upptalningu
skilurðu kannski að ég er ekki hrifinn af VG!
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Hrikalegt er að fylgjast með sumum minni frammboðanna bera það á
borð að þau hafi enga stefnu heldur ætli bara að rabba um hlutina,
helst á netinu, þá verði allt gott....Svo kemur í ljós að í
umhverfismálum er engin stefna. Er þetta í lagi? Og Landspítalanum
verði komið í rekstrarjafnvægi ef hægt yrði að ræða rekstrarvandann
á netinu. Skyldi nægja að ræða málið í síma?
Sunna Sara
Lesa meira
Ég er með smáhugmynd sem er sú að það þarf að breyta í sambandi
við alþingiskosningar að það sem þessir flokkar eru fram að bjóða
og lofa fólkinu í landinu þyrfti að setja reglur um þannig að þeir
þurfi að standa undir því sem þeir lofa, nái þeir kosningu. Ef þeir
svíkja loforðin þarf að dæma þá til fangelsisvistar
...
Páll H. Gunnarsson
Lesa meira
Í grein þinni í DV í dag gleymir þú einu stjórnarmynstri sem mér
finnst hvað augljósast: Sjálfstæðisflokkur, Samfylking og Björt
framtíð. Þetta er ekki gæfulegur kokteill en að mínu mati sá
líklegasti. Þetta yrði Evrópusambandsblanda. Því Evrópusinnar í
Sjálfstæðisflokknum myndu styrkjast í þessu sambýli. Ég er
sammála þér að skásta blandan yrði VG, Samfylking og Framsókn. Rök
þín fyrir þeim kokteil í DV greininni eru ágæt og get ég skrifað
upp á þau.
Grímur
Lesa meira
Við systkinin ætlum að mæta á kjörstað næsta laugardag þar sem
tvö okkar munu kjósa í fyrsta skipti til Alþingis. Þó framboðin séu
ósammála um margt, virðast þau við fyrstu sýn vera sammála þegar
kemur að náttúru Íslands. Stefna þeirra er að nýta auðlindir
náttúrunnar með sjálfbærni að leiðarljósi. En það er þó mjög
greinilegur munur á því hvernig flokkarnir túlka orðið
sjálfbærni... Þar sem þessar staðreyndir liggja fyrir, skiljum við
ekki hvernig í ósköpunum ákveðnir frambjóðendur og flokkar geta enn
þann dag í dag barist fyrir frekari stóriðju... Við verðum að fara
vel með það sem við eigum. Ísland er stútfullt af ...
Guðlaug Erlendardóttir, Steinn Orri Erlendsson og Leifur
Bjarki Erlendsson
Lesa meira
Í Fréttablaðinu í dag skrifar Herbert Snorrason um stefnu Pírata
í landsbyggðamálum. Ef ég skil orð hans rétt þá er svarið þar eins
og oft áður hjá þeim stjórnmálaflokki að Píratar ætlist ekkert
fyrir sjálfir heldur aðeins að búa til farveg fyrir íbúa landsins
til að hafa áhrif. Gott og vel. En vandinn við þetta er sá að
Píratar munu, komist þeir á þing, þurfa að koma að fjölmörgum
ákvörðunum, en þeir neita að láta uppi hver grunnafstaða þeirra er
til mikilvægra mála. Myndu Píratar t.d. kjósa þvert á hugmyndir
sínar í...Annars var Halla Gunnarsdóttir með ágætt innlegg um þetta
með internetið í DV um daginn (sjá líka: http://halla.is/?p=1278). Þar sagði hún
m.a...
Margrét Jónsdóttir
Lesa meira
Ég vil lýsa mikilli ánægju með lánsveðssamkomulagið í vikunni.
Nú er bara Drómi eftir! Það gengur ekki að landsmenn séu ekki
látnir sitja við sama borð hvað varðar úrræði í fjármálakerfinu.
Drómi, sem heldur utan um þrotabú Spron og Frjálsa
fjárfestingarbankans býður því ólánssama fólki sem hafnaði þar upp
á allt aðrar trakteringar en viðskiptamenn nokkurrar
fjármálastofnunar, til dæmis varðandi 110% niðurfærlsu.
Mergurinn málsins er náttúrlega sá að...
Jóel A.
Lesa meira
... Engar vangaveltur voru um málið og þá hvort ekki hefði verið rétt að leyfa fólkinu að fara til síns heima eins og við hin gerum ef við smitumst af veirunni! Er það þá líka forréttindafrekja? Ferðamennirnir sem hingað komu vitandi um sóttkvíarskylduna færu síðan á hótel og greiddu þar að sjálfsögðu fyrir sig. Í fréttatíma Sjónvarps var ekki boðið upp á slíka málefnalega umfjöllun.
Fréttastofa sem setur málin svona fram í viðkvæmu deilumáli veldur ekki hlutverki sínu um að vera upplýsandi og málefnalegur miðill heldur kemur fram eins og dómgreindarlaus áróðursvél fyrir sjónarmið valdhafa.
Í þessum viðkæmu málum er beinlínis óábyrgt að ...
Sunna Sara
Lesa meira
Það var illa til fundið af Kára Stefánssyni í Kastljósi Sjónvarpsins að sveija á Brynjar Níelsson, alþingismann, og uppnefna hann fyrir að hafa vogað sér að fara til útlanda. Ef Brynjar Níelsson hlítir sóttvarnareglum á hann ekki að þurfa að sitja undir svívirðingum, hvorki af hálfu Kára Stefánssonar né annarra. Hvert stefnir þetta þjóðfélag okkar?
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Brynjar Trump brögðin kann
fátt bítur á guttann
Á sólarströnd nú situr hann
og sendir okkur puttann.
Höf. Pétur Hraunfjörð
Lesa meira
Að standa í þessu er stöðugt puð,
styðjum við Frakka og Belga.
Við trúum á okkar evrópska guð,
inngöngu í sambandið helga.
Að sitja á þingi og sulla með leir,
sannleikann móta ég hálfan.
Þruglið úr höfðinu þoli ekki meir,
þess vegna kæri mig sjálfan.
Evrópu selja áfram völd,
engar leiðir góðar.
Braska þau á bakvið tjöld,
beygja stoðir þjóðar.
...
Kári
Lesa meira
Hælið fyrir ríka öskurapa: Öskur og hvæs taugatrekktra og ríkra í hátalarakerfi, gegn óþolandi kyrrð öræfa landsins og gegn kyrrlæti valdra náttúrudásemda, varð stofn að ríkiskynningu til erl.ferðamanna nýlega.”Þeir ríku gráta mest” er sagt, þeir búa oftast við sálarkvalir. Slíkt mannval er einmitt æskilegast gesta til landsins, peningar þeirra í boði. “ Komið og öskrið á kyrrðina” (gegn greiðslu), er því tilboð íslenskra stjórnvalda til ríkisfólks heimsins, þess sem oftast grætur í hjarta sér þótt úr gulli sé gert. Þekkingu á bágu sálarlífi auðmanna er vel til að dreifa á Íslandi, hana má fénýta alþjóðlega. “ Komið til Islands, grátið, gólið, hvæsið, öskrið að vild” og græjurnar eru til reiðu. Vonin er ...
Grímur
Lesa meira
Nú fer páska helgin í hönd
hér margir láta sig dreyma
Vandamál sjáum víða um lönd
verum öll dugleg heima.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð
Lesa meira
Ég er sammála þér varðandi skynsemina, hún hlýtur að þurfa að fá að vera með. Ferðamálaráðherrann sem fór í partí með vinkonum sínum í miðju kófinu lætur nú loka annað fólk inni í hótelfangelsi og ríkisstjórn sem lætur milljarða í að auglýsa að fólk eigi að drífa sig til Íslands, lokar svo gestina inni í fangabúðum sem skattgreiðendur þurfa að borga fyrir. Eru engin takmörk? Var verið að tala um skynsemi eða kannski skort á henni? Auðvitað átti ekkert að auglýsa að fólk ætti að koma við þessar aðstæður! Og þarf ekki að ræða við ferðafyrirtækin sem auglýsa helgarferðir til að sjá eldgos? Hvernig væri að slá í einn fund í þjóðaröryggisráðinu þar sem þau sem í því sitja gætu tekið púls hvert á öðru? Það er orðið eitthvert skammhlaup í heilabúunum sýnist mér.
Sunna Sara
Lesa meira
Stjórnvöldin undir stórútgerð hlaða,
stórlega margt er fúið.
Fjárglæframenn valda feikna skaða,
færist á þjóðarbúið.
...
Kári
Lesa meira
Nú vorið nálgast bjart og hlýtt
Nú kemst ég brátt á sjóinn
Nú verður hér fleyi úr fjöru ýtt
Nú farinn er allur snjórinn.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð
Lesa meira
Nú leita að liðlegum manni
sem á lýðinn vill óheft herja
Trúfestu hann sýni og sanni
og liðsinni Samherja.
Nú birtir yfir borginni okkar
bráðum kemur vorið hlýtt
Sjórinn tær og sveitin lokkar
og sumarið blómum prýtt.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Allt Frá lesendum