Fara í efni

PÍRATAR Í FÓTSPOR GUNNNARS BIRGISS.

Kolbeinn blaðamaður á Fréttablaðinu segir í blaði sínu í dag að Píratar komi  inn sem „ferskur vindur inn í íslensk stjórnmál." Hann vitnar í Smára McCarthy, einn frambjóðanda þess flokks, sem segist vilja afnema bann við hnefaleikum.
Eftir því sem líður á frásögn Kolbeins fer heldur að slá í ferskleikann því  hann minnir okkur á að bann við hnefaleikum var afnumið árið 2002. Það var eftir að hinn ferski stjórnmálakappi Gunnar Birgisson, X-D maður ú Kópavogi hafði hafið þann freslis-  og baráttufána að húni og haldið honum þar um nokkurra ára skeið.
Þannig að Gunnar Birgisson er búinn að gera þetta allt fyrir Pírata og aðra frelsisunnendur. Að vísu eru aðeins ólympískir hnefaleikar leyfðir. Ef menn vilja leyfa enn meiri kýlingar þá er náttúrlega rétt að fylgja ferskum vindum Pírata, sem kannski eru svolítið fúlir þegar betur er að gáð.
Haffi