Fara í efni

STJÓRNMÁLA-MENN EIGA AÐ SVARA TIL SAKA FYRIR SVIK

Sæll, Ögmundur.
Ég er með smáhugmynd sem er sú að það þarf að breyta í sambandi við alþingiskosningar að það sem þessir flokkar eru fram að bjóða og lofa fólkinu í landinu þyrfti að setja reglur um þannig að þeir þurfi að standa undir því sem þeir lofa, nái þeir kosningu. Ef þeir svíkja loforðin þarf að dæma þá til fangelsisvistar í mörg ár fyrir svik við þjóðina og um leið og þeir byrja að svíkja þá vikið af stóli og nýjar kosningar um leið. Þessar reglur þarf að setja upp áður en kosningarnar verða. Hvernig er hægt að setja þessar reglur upp? Óska eftir svari fljótlega vegna þess að kosningarnar eru að koma.
Páll H. Gunnarsson<

Refsingu stjórnmálamanna er að mínu áliti aðeins hægt að framfylgja í kosningum.
Ögmundur