AÐ HRUNI KOMINN Apríl 2013
Það er alveg rétt hjá þér að Íslykillinn hjá Þjóðskrá -
nafnspjaldið á netinu sem þið nefnið svo - markar mikilvægt
framfaraspor í rafvæðingu opinberrar þjónustu og í rafrænu lýðræði.
Það er mikilvægt að auðkennismálin verði hjá opinberri stofnun en
ekki einkavætt eins og áður hafði verið ákveðið. Ég þekki nokkuð
vel til þessara mála í bankakerfinu og ...
Jóel A.
Lesa meira
Þakka þér fyrir að minna á hverjir eru stóriðjuflokkarnir á
Íslandi. Það verður nefnilega að minna á að það er verið að kjósa
um alvöru stefnur sem skipta máli fyrir pyngjuna (skattastefnan)
og fyrir náttúru Íslands (stóriðjustefnan). Svo erum við að
fá flokka sem reyna að afvegaleiða okkur frá pólitískri umræðu eins
og Björt framtíð sem aldrei sýnir á kortin en segist vilja
spjalla um allt og ekkert en framar öllu eigi ekki að vera
neitt vesen!
Verstir finnst mér þó Píratarnir sem...
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Sæll minn kæri vinur og félagi. Í dag átti ég í fiskbúðinni tal
við manneskju sem fussaði og sveiaði yfir því að fangaverðir og
helstu ráðgjafar Bjarna Ben væru ekki löngu búnir að frelsa hann
frá eymdinni, leyfa honum að hverfa til nýs starfsvettvangs og
sleppa dýrinu lausu. Hanna Birna er klárlega þetta dýr en klárlega
ekki með lausnirnar, ef hún væri það þá væri hún klárlega að
ástunda óheilindi með því að vera ekki búin að kynna innviðunum
þær. Óánægður með Katrínu og hennar afstöðu í ESB...
Óskar K Guðmundsson fisksali
Lesa meira
...Eftir því sem líður á frásögn Kolbeins fer heldur að slá í
ferskleikann því hann minnir okkur á að bann við hnefaleikum
var afnumið árið 2002. Það var eftir að hinn ferski stjórnmálakappi
Gunnar Birgisson, X-D maður ú Kópavogi hafði hafið þann
freslis- og baráttufána að húni og haldið honum þar um
nokkurra ára skeið. Þannig að Gunnar Birgisson er búinn að gera
þetta allt fyrir Pírata og aðra frelsisunnendur. Að vísu eru aðeins
ólympískir hnefaleikar leyfðir. Ef menn vilja leyfa enn meiri
kýlingar þá er ...
Haffi
Lesa meira
...Þá er brostin á stund umsagna og einkunnagjafa. Þungvopnuð
bardagaátök eru skollin á og kýrskýrt að velsamstarfandi félagar
undanfarna ca 1200 daga fara nú hver í sína áttina af ótta við að
sameiginleg skerpingarvinna gæti orðið fjötrar einir er upp verður
staðið. Pepp uppið virðist nú aðeins orðið pípíð eitt...Nú minn
kæri, gjarnan vildi ég fá að sjá þig í innanríkisráðuneytinu um
lengri tíma, en eins og þeir sem fyrir okkur hugsa og segja þá muni
það geta orðið langsótt. Að endingu verum kátir kjósum báðir rétt
eða ég ætla rétt að vona að þú Xir við Ögmund það ætla ég að
gera...
Óskar K Guðmundsson, fisksali.
Lesa meira
...Nú fer að halla undir að þínum sorglega ferli á
vinnumarkaðinum fari að ljúka. Þú starfaðir sem formaður BSRB frá
1988 til haustsins 2009. Þú hefur starfað sem alþingismaður,
heilbrigðisráðherra, og nú sem ráðherra mannréttinda- og dómsmála
og sveitarstjórna- og samgöngumála. Mig langar að vita. Hverju
hefur þú skilað af þér um æfinna sem hefur verið til hagsbóta fyrir
mig ...
Ragnar Egilsson
Lesa meira
.Mig langar á síðustu dögum þessa þings að þakka þér fyrir föst
og vel rökstudd svör við leiðinlegum fyrirspurnum úr þingsal
beinlínis beitt til að rugga bátnum. Geirfinnsmálið var mjög
sérstakt og man ég lítillega eftir því en skyldi þetta vera eina
málið sem er dæmt á svipuðum forsemdum en enginn dómsmálaráðherra
né Hæstiréttur sjálfur hefur viljað snerta það og fyrir það áttu
sérstakar þakkir. Ég bind miklar vonir við nýju nefndina ...
Þór Gunnlaugsson
Lesa meira
...Maður spyr sig hvaðan þessi hópur fékk þessar háleitu
hugmyndir um sjálfan sig. Umboðið er ekki mjög skýrt. Svo virðist
sem áhugi á þessu stjórnarskrárverkefni sé einkum runninn undan
rifjum Samfylkingarráðherra sem vildu kenna öðrum en sjálfum sér um
hrunið. Ástæða hrunsins tengdist því ekki að Samfylkingin sat í
stjórn. Ástæðan var sú að Samfylkingin sat í stjórn á meðan
stjórnarskráin var gölluð. Svipað eins og þau hafi verið við stýrið
á bremsulausum bíl. Reyndar hafa þau tekið það skýrt fram við mörg
tækifæri að þau sátu bara í aftursætinu hjá
Sjálfstæðisflokknum...Allar aðrar hugmyndir - ekki bara efnislegar
hugmyndir - heldur hugmyndir um að skoða frekar einhverja þætti eru
sagðar ganga gegn þjóðarviljanum. ...Maður spyr sig hvaðan þessi
hópur fékk þessar háleitu hugmyndir um sjálfan sig....
Sæmundur H.P.
Lesa meira
Eignunum stela oft frá þér,
endar þýfi í sölu.
Mafíustarfsemi mest er hér,
miðað við höfðatölu.
...
Kári
Lesa meira
Stjórnin líður undir lok
er lýkur þessu ári
Saddur er ég uppí kok
á Samherja fári.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Hér yfirstéttin er ávalt hyllt
og hafin upp til skýja
Landið er orðið lúið og spillt
líklega best að flýja.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Spilltir leika landann illa
mútuveröld lifum í
Tortóla banka-bækur fylla
og Bjarni er líka í því.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Það sinnir ekki þjóðarvakt,
það við skulum muna.
Alþingi gengur alveg í takt,
við íslensku mafíuna.
...
Kári
Lesa meira
Borgaryfirvöld eru orðin ansi hreint verseruð í að svíkja borgarbúa í flugvallarmálinu og mér sýnist Sigurður Ingi vera að slípast til. Hann var bara sæll á fundinum með Degi, sagðist fara að vilja “sérfræðinga”, skítt með vilja borgarbúa.
Jóel A.
Lesa meira
Andrés stóð þar utangátta
allir höfuðið hrista.
Lengi við krata leitaði sátta
lítur nú til Sósíalista.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Já alveg er ég orðinn bit
Því ekkert Kötu gengur
Stefnir því í stjórnarslit
ekki starfhæf lengur.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Björgólfur með barnslegt hjarta
blygðunarleysi vill aumu skarta
Þorstein vill verja
mútur burt sverja
og spillingu búa framtíð bjarta.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Þvætti kemst á þurrt í Sviss,
þangað svo flytur í pokum.
Ákærir sjálfan þig sigurviss,
sækir og dæmir að lokum.
Kári
Lesa meira
Allt Frá lesendum