Fara í efni

LUGU SIG TIL VALDA?

Eftir að stjórnarsáttmálinn leit dagsins ljós vöknuðu strax grunsemdir um að núverandi ríkisstjórn hefði logið sig til valda. Stjórnarflokkarnir eru  að setja á fót nefndir sem eiga að kanna hvort raunhæft  sé að framkvæma allt það sem lofað var fyrir kosningarnar eins og að lækka höfuðstól  lána um 20%!  Ef ekki kemur fram frumvarp um þetta á fyrstu dögum þingsins hljóta að renna tvær grímur á það fólk sem leiddi þetta fólk til valda með atkvæði sínu.
Jóel A.