AÐ HRUNI KOMINN Júlí 2013
Ég hlustaði á ykkur Brynjar Níelsson á Bylgjunni ræða
eignarhald á landi. Brynjar kvaðst ekki sjá að það skipti nokkru
máli hver ætti landið! Ég er hins vegar sammála þér þegar þú bendir
á muninn á því þegar útgerðarmaðurinn átti heima í útgerðarplássinu
annars vegar eða í lúxúsvillu utan plássins hins vegar.
Tilfinningarnar og þar með...
Jóel A.
Lesa meira
... Hvers vegna í ósköpunum hífa þingmenn ekki upp buxurnar og
setja ný lög um sérstakan fjármagnstekjuskatt 50% á útflæði
gjaldeyris umfram keypt aðföng og ná inn hugsanlega allt að 200
milljörðum í hreinar tekjur fyrir ríkissjóð? Þetta vita allir og ef
þessir krónueigendur vildu hverfa á braut á þessum kjörum myndi
gengi krónunnar litilsháttar siga en svo myndi mikil tekjuöflun
ríkissjóðs vega það upp ...
Þór Gunnlaugsson
Lesa meira
Björn Valur Gíslason, fyrrverandi þingmaður en núverandi
varaformaður VG, segir að eðlilegt sé að almenningur axli
afleiðingar bankahruns. Ögmundur, ertu sammála Birni Val?
Sbr...
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Heldur þótti mér misvísandi fréttin á visir.is þar sem svo var
að skilja að þú vildir leggja niður RÚV að undanskilinni Gufunni,
það er Rás 1. Þessi ályktun var dregin af samtali ykkar
Brynjars Níelssonar, þingmanni Sjálfstæðisflokksins, á Bylgjunni í
morgun.
Ég trúði því ekki að þú hefðir sagt þetta Ögmundur og hlustaði á
þáttinn til að ganga úr skugga um þetta. Þá kom ...
Starfsmaður RÚV
Lesa meira
Framsókn tapar fylgi samkvæmt skoðanakönnunum en Íhaldið fitnar
og blæs út. Alltaf sama sagan. Framsókn lýgur báða flokka inn
á þjóðina en Íhaldið sér svo um að öll loforðin verði svikin.
Þannig komast gróðaöflin að kjötkötlunum og stýra skattastefnu
og mótun lagaramma sér í hag. Þetta er margendurtekin
saga!
Haffi
Lesa meira
.... gætir þú vakið athygli á undirskriftasöfnun sem ég er með í
gangi til að rétta kjör öryrkja á Íslandi. Slóðin á
undirskriftasöfnunina er
http://www.petitions24.com/askorun_a_alingi_islendinga_a_retta_kjor_oryrkja
Mér þætti vænt um það ef þú gætir vakið athygli á þessu máli
og látið þetta berast sem víðast. Ég er búin að reyna að fá áheyrn
fjölmiðla en þeir vilja ekkert með þetta mál hafa. Það finnst mér
miður.
Kær kveðja.
Valgeir Matthías Pálsson
Lesa meira
Sammála greiningu þinni Ögmundur: "Getur það verið rétt að
alvarlegustu efnahagsmistök Íslandssögunnar hafi verið að veita
ungu fólki sem var að kaupa sína fyrstu ódýru íbúð verðtryggð lán
með um 5% vöxtum?"
Jóel A.
Lesa meira
...Ég heyri ekki betur en flokksfélagar þínir skammist út
af þessu og hafi ásamt Samfylkingu og Sjálfstæðisflokki áhyggjur af
því að Framsóknarflokkurinn framfylgi loforðum að koma til
móts við skuldug heimili! Hvenær ætlið þið að skilja hvers
vegna almenningur treystir ykkur ekki? Það er út af svona
málflutningi. Þetta bréf skrifa ég hins vegar ekki til að
skammast út í þig heldur til að þakka þér fyrir þína afstöðu - nú
sem fyrr.
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
...Jú, senda á okkur kæru vegna frumkvöðlastyrkja í
samkeppnisumhverfi við að efla atvinnulífið sem skal endurgreitt
með vöxtum væntanlega. Mér er nokk sama hvort það heitir EES, ESB
eða eitthvað annað allt er þetta sama batteríið. Af hverju lætur þú
Ögmundur óátalið að ...
Þór Gunnlaugsson
Lesa meira
...Þessi ríkisstjórn broskallanna verður sjálfsagt ekki vinsæl
nema meðal hátekjufólks og braskara. Í mínum huga er hér verið að
höndla um mikilvægustu málefni landsins. Nú stendur til að sundra
Stjórnarráðinu með því að fjölga ráðuneytum og minnka þau, jú það
þarf að koma stærri hjörð að kjötkötlunum þar sem má stjórna og
drottna! Og svo ætla þeir að lækka skatta og skuldir sem
hátekjumenn muni njóta fyrst og fremst. Stefán Ólafsson prófessor
hefur bent á að ...
Guðjón Jensson
Lesa meira
... Ég las grein þína um kjarnorkuvopnin og fór á slóðina sem þú gafst inn á ræðu þína í þinginu um NATÓ og “öryggisstefnu” Íslands. Mikið vildi ég að þó ekki væri nema ein rödd á Alþingi sem talaði eins og þú gerðir en það er ENGINN þingmaður sem það gerir. Er að undra að fólk missi trúna á þinginu og þeim sem þar sitja í umboði vinstri stefnu! Ef gagnrýni er hreyft á NATÓ þá er það lágvært hvísl til að sýnast!
Runólfur
Lesa meira
Kosningarnar koma hér,
kanntu fléttu snúna?
Bankasýslan býður þér,
að byrja ránið núna.
Kári
Lesa meira
Kosningaárið er komið með stæl
kysumst föðmumst verum indæl
staðreyndin er
að Íhaldið fer
auðvitað verðum ánægð og sæl
Líklega er kreppan kominn á ról
keimlík um heimsins byggðu ból
þá sér hver raftur
gjaldþrotin aftur
og endist víst framyfir næstu jól.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Meðvirkni er mikið böl,
magnast hún á þingi.
Ef þar skamma áttu dvöl,
alltaf ferð í hringi.
...
Kári
Lesa meira
Talskona Pírata, Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, sagði í útvarpsfréttum að vonandi yrði komandi þing gott og að menn færu ekki sð karpa um smámál og tók síðan andköf til að frábiðja “málþóf” og mátti skilja að þar vísaði hún í málflutning Miðflokksins um orkupakkann.
Mér þótt sá málflutningur góður en hinn slakur, svo ekki sé meira sagt, frá hendi Pírata, Samfylkingar og Viðreisnar. Flokkur fólksins var í lagi framan af en lyppaðist síðan niður. Stjórnarflokkana...
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Uppruni raforku á Íslandi er 57% jarðefnaeldsneyti, 34% kjarnorka og endurnýtanleg raforka einungis 9%. Þessi tilhögun og brask hjálpar umhverfissóðum að sýna hreinna bókhald.
Það sem ég velti fyrir mér, hver er ábyrgð íslenskra fyrirtækja sem selt hafa kjarnorkuveri upprunaábyrgð sem verður svo fyrir stórslysi, s.b. Tjernobil, er ekki eigandi upprunans sökudólgurinn eða ...
Rúnar Sveinjörnsson
Lesa meira
Þennan gamla þekkjum veg,
þreyttan sýna vanga.
Þú færð banka, þjóðgarð ég,
þannig skiptin ganga.
Ýmsa galla á því sé,
ætla að fylla á tanka.
Þegar vilja þvætta fé,
þá menn nota banka.
...
Kári
Lesa meira
Þegar græðir þjóðarbú,
þá við heimtum lykla.
Rán á banka ræðum nú,
reynsluna höfum mikla.
Tíminn þessi táknræni,
tækifæri í búskap.
Frelsi ásta og fjölkvæni,
fleiri en tveir í hjúskap.
...
Kári
Lesa meira
Bjarni selur bankann fljótt
bætir við fjölskyldu eignir
þó Engeyingarnir eigi gnótt
eflaust verða fegnir.
SA hagnaðist um fúlgur fjár
fljótlega kaupa því banka
En alþýðan sveltur og er sár
sé Drífu með þunga þanka.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Ef að drýpur eitthvað smér,
öllu vill hún sanka.
Íslenska mafían ætlar sér,
eignarhald á banka.
Kári
Lesa meira
Allt Frá lesendum