AÐ HRUNI KOMINN September 2013
Í tilefni af pistli hér á síðunni, þar sem sá skilningur kom
fram að starf forstjóra Landspítalans yrði ekki auglýst, barst mér
eftirfarandi orðsending: " Í frétt sem birtist á vef
Velferðarráðuneytisins í gær kemur eftirfarandi fram:
"Skipaður verður starfandi forstjóri þar til ráðið verður á ný í
embættið að undangenginni auglýsingu og ...
Frá velferðarráðuneyti
Lesa meira
...Þessi seðill er fyrst og fremst minnismerki um óðaverðbólgu
og óstjórn í efnahagsmálum á Íslandi og því finnst mér óskiljanlegt
að mynd af Jónasi Hallgrímssyni sé á þessum seðli, hefði ekki verið
eðlilegra að hafa mynd af einthverjum sem tengist stjórn
efnahagsmála á Íslandi undanfarna áratugi. Kanski er þessi nýji
seðill innlegg bankans inn í næstu kjarasamninga! Eitt er þó víst
að þessi seðill mun gagnast þeim sem ...
Jóhannes T. Sigursveinsson
Lesa meira
Loksins er farið að taka við "rannsóknarskýslum" á gagnrýninn
hátt. Það er þakkarvert.
Jóel A.
Lesa meira
Ég fylgdist með sjónvarpsútsendingu frá nefndafundi Alþingis um
rannsóknarskýrsluna um Íbúðlánasjóð . Það var fróðlegt. Auðvitað
mátti greina í gegnum allt rósamálið að skýrslan fékk algera
falleinkunn og er augljóst að ekkert er af henni að læra annað en
þetta venjulega að nauðsynloegt er að skrifa fundargerðir!
Eitt má þó læra og sá lærdómur á heima há Alþingi, að
fráleitt er að sóa skattfé í "rannsóknir" af þessu tagi.
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Nú hefur verið ákveðin róttæk breyting á RÚV: Silfur Egils lagt
niður og ráðinn politískur þáttastjórnandi, án auglýsingar í
staðinn! Hjá því opinbera á að auglýsa öll laus störf hversu
þýðingarmikil eða þýðingarlítil þau kunna að vera. Líka þau sem eru
"búin til". Þessi ráðning Gísla Marteins ber með sér pólitísk
fingraför spillingarinnar. Greinilegt er að Sjálfstæðisflokkurinn
er byrjaður að ...
Guðjón Jensson
Lesa meira
Ótrúlegt var að hlusta á fréttaflutning RÚV af skoðanakönnun um
flugvöllinn. Svona byrjaði fréttin: "Hátt í helmingur
íbúa miðborgar Reykjavíkur vill að flugvöllurinn víki úr
Vatnsmýrinni." Það er ekkert annað hugsaði maður í fyrstu.
Uppslátturinn er að í miðborginni sé gríðarlegur fjöldi fólks sem
vill flugvöllinn burt. En viti menn, á daginn kom að í Reykjavík
er, samkvæmt þessari könnun, yfirgnæfandi stuðningur
við flugvöllinn og er meirihluti fylgjandi
flugvellinum í ÖLLUM hverfum borgarinnar, líka í miðborginni. Þetta
hefði ég haldið ...
Haffi
Lesa meira
Þú segir í grein þinni um fólksflutninga Ögmundur að þegar fækki
í Evrópu vegna þess að þjóðirnar deyi örar en þær geti af sér nýja
einstaklinga þá þurfi að flytja inn fólk annars staðar frá. En er
ekki gott að fólkinu fækki? Er það löstur að fækka mannkyninu
sem fyrir hálfri öld var undir þremur milljörum en er nú komið yfir
sjö milljarða. Þarf ekki að ....
Haffi
Lesa meira
Það sem ég alltaf hef óttast birtist mér í viðtali í
Morgunblaðinu í dag: .... Og guð forði Grænlendingum frá okkur ef
íslenski fjárgróðahópurinn ætlar að fara að horfa til Grænlands.
Sjálfur er ég með örlítið grænlenskt blóð í æðum og rennur blóðið
til skyldunnar.
Jóel A.
Lesa meira
Mig langar til að forvitnast hvernig þér líst á að bróðir
núverandi innanríkisráðherra hafi verið ráðinn sem mikilvægur
yfirmaður innan Lögregunnar. Var það án auglýsingar? Mér finnst
þetta ráðningarmál vera sérkennilegt að ekki sé meira sagt.
Guðjón Jensson
Lesa meira
Þingmenn Pírata vilja að sögn ekki nota hugtökin háttvirtur og
hæstvirtur á Alþingi. ...Ég hef skilning á því en ekki hinu að
finnast þetta vera yfirhöfuð eitthvert mál... Ég hef ekki séð orð
af viti frá þessum flokki, bara þjark um formsatriði og síðan
endalaust röfl um að þau séu tölvunördar og vilji hafa bankaleynd.
Þá vil ég frekar þingmenn sem segja háttvirtur og berjast
fyrir einhverjum raunvelum þjóðfélagshagsmunum.
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
... Ég las grein þína um kjarnorkuvopnin og fór á slóðina sem þú gafst inn á ræðu þína í þinginu um NATÓ og “öryggisstefnu” Íslands. Mikið vildi ég að þó ekki væri nema ein rödd á Alþingi sem talaði eins og þú gerðir en það er ENGINN þingmaður sem það gerir. Er að undra að fólk missi trúna á þinginu og þeim sem þar sitja í umboði vinstri stefnu! Ef gagnrýni er hreyft á NATÓ þá er það lágvært hvísl til að sýnast!
Runólfur
Lesa meira
Kosningarnar koma hér,
kanntu fléttu snúna?
Bankasýslan býður þér,
að byrja ránið núna.
Kári
Lesa meira
Kosningaárið er komið með stæl
kysumst föðmumst verum indæl
staðreyndin er
að Íhaldið fer
auðvitað verðum ánægð og sæl
Líklega er kreppan kominn á ról
keimlík um heimsins byggðu ból
þá sér hver raftur
gjaldþrotin aftur
og endist víst framyfir næstu jól.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Meðvirkni er mikið böl,
magnast hún á þingi.
Ef þar skamma áttu dvöl,
alltaf ferð í hringi.
...
Kári
Lesa meira
Talskona Pírata, Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, sagði í útvarpsfréttum að vonandi yrði komandi þing gott og að menn færu ekki sð karpa um smámál og tók síðan andköf til að frábiðja “málþóf” og mátti skilja að þar vísaði hún í málflutning Miðflokksins um orkupakkann.
Mér þótt sá málflutningur góður en hinn slakur, svo ekki sé meira sagt, frá hendi Pírata, Samfylkingar og Viðreisnar. Flokkur fólksins var í lagi framan af en lyppaðist síðan niður. Stjórnarflokkana...
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Uppruni raforku á Íslandi er 57% jarðefnaeldsneyti, 34% kjarnorka og endurnýtanleg raforka einungis 9%. Þessi tilhögun og brask hjálpar umhverfissóðum að sýna hreinna bókhald.
Það sem ég velti fyrir mér, hver er ábyrgð íslenskra fyrirtækja sem selt hafa kjarnorkuveri upprunaábyrgð sem verður svo fyrir stórslysi, s.b. Tjernobil, er ekki eigandi upprunans sökudólgurinn eða ...
Rúnar Sveinjörnsson
Lesa meira
Þennan gamla þekkjum veg,
þreyttan sýna vanga.
Þú færð banka, þjóðgarð ég,
þannig skiptin ganga.
Ýmsa galla á því sé,
ætla að fylla á tanka.
Þegar vilja þvætta fé,
þá menn nota banka.
...
Kári
Lesa meira
Þegar græðir þjóðarbú,
þá við heimtum lykla.
Rán á banka ræðum nú,
reynsluna höfum mikla.
Tíminn þessi táknræni,
tækifæri í búskap.
Frelsi ásta og fjölkvæni,
fleiri en tveir í hjúskap.
...
Kári
Lesa meira
Bjarni selur bankann fljótt
bætir við fjölskyldu eignir
þó Engeyingarnir eigi gnótt
eflaust verða fegnir.
SA hagnaðist um fúlgur fjár
fljótlega kaupa því banka
En alþýðan sveltur og er sár
sé Drífu með þunga þanka.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Ef að drýpur eitthvað smér,
öllu vill hún sanka.
Íslenska mafían ætlar sér,
eignarhald á banka.
Kári
Lesa meira
Allt Frá lesendum