Fara í efni

ER SKERJA-FJÖRÐURINN EKKI FRIÐAÐUR?

Nú skyndilega kviknar áhugi hjá andstæðingum flugvallarins í Vatnsmýrinni að finna sáttaleiðir. Gæti skýringin verið sú að þeir eru komnir í augljósan og sífellt meira afgerandi minnihluta og sjái sig nú tilneydda að draga í land? Álheiður Ingadóttir fyrrverandi alþingismaður, skrifar grein í Fréttablaðið þar sem hún segist vilja leggja flugbraut út í Skerjafjörðinn og undir þetta er tekið í lesendabréfi til þín Ögmundur. En er Skerjafjörðurinn ekki friðaður? Spyr sá sem ekki veit. Heldur fólk að það yrði sátt um flugbraut niður af Ægisíðunni? Ég hélt að búið væri að jarða Lönguskerja- vitleysuna og öll afbrigði hennar. En svo er greinilega ekki.
Jóhannes Gr. Jónsson