Fara í efni

UNDARLEGUR FRÉTTA-FLUTNINGUR

Ótrúlegt var að hlusta á fréttaflutning RÚV af skoðanakönnun um flugvöllinn. Svona byrjaði fréttin: Hátt í helmingur íbúa miðborgar Reykjavíkur vill að flugvöllurinn víki úr Vatnsmýrinni."
Það er ekkert annað hugsaði maður í fyrstu. Uppslátturinn er að í miðborginni sé gríðarlegur fjöldi fólks sem vill flugvöllinn burt. En viti menn, á daginn kom að í Reykjavík er, samkvæmt þessari könnun, yfirgnæfandi stuðningur við flugvöllinn og er meirihluti fylgjandi flugvellinum í ÖLLUM hverfum borgarinnar, líka í miðborginni. Þetta hefði ég haldið að væri hið fréttnæma.
http://www.ruv.is/frett/buseta-og-flokkslinur-hafa-ahrif
Haffi