Fara í efni

SKATTA-BREYTING Í ANDA MISRÉTTIS

Bjarni hreykir sér af skattalækkunum á almenning. Nú er fjárlagafrumvarpið komið fram og fjármálaráðherra hreykir sér af tekjuskattslækkun á launamenn um 0,8% á milliskattþrepið. Fínt að lækka skatta, en eigum við að skoða hvað þetta þýðir. Sá sem er í lægsta skattþrepi og hefur einungis 241000 krónur á mánuði fær enga lækkun skatta. Sá sem hefur 700000 kr á mánuði og lendir því bæði í fyrsta og öðru skattþrepi, fær skattalækkun upp á 44064 krónur.Ef að það hefði verið lækkuð skattprósentan um 0,8% í lægsta skattþrepi, þá hefðu ALLIR með tekjur upp á 241000 kr og hærra fengið skattalækkun upp á 23136 krónur. Á þessu sést eins og við var að búast að þeir lægst launuðu eru sem skítur í augum ráðamanna þessarar ríkisstjórnar. Vildi bara vekja athygli á þessu.
Sveinn Elías Hansson