Fara í efni

ÞINGMENN LESI SÖGUNA

Nú hafa orðið þau tíðindi á Alþingi að lagt er til að auka aflaheimildir í þorski um 20 þúsund tonn sem er ríflega 10% aukning. Loksins! Og sá fulltrúi Vg, sem mest barðist þó fyrir breyttri fiskveiðlöggjöf skreppur saman í kvíðahnút og sönglar um vísindalega varkárni. Þetta er ótrúlegt. Er virkilega í gangi enn sá skilningur hjá alþingismönnum okkar að búið sé að finna út jafnstöðuafla úr fiskistofnum? Mér finnst lágmark að þeir fulltrúar þjóðarinnar sem ákveða henni örlög í efnahags-og atvinnulegu tilliti - lesi söguna. Af hverju er aflamark í þorski ekki tvöfaldað? Trúir þorri alþingismanna því að Hafró sé búið að tryggja afrakstur nytjastofna þjóðarinnar? Líklega.
Árni Gunnarsson