ÞÖGGUN Á ALDREI RÉTT Á SÉR
Á fundi VG sl.fimmtudagskvöld í Kópavogi kom lítillega til
umræðu málefni sem var ágreiningur um milli Samfylkingar og VG
þegar þeir sátu saman í ríkisstjórninni. Þú barst fram málið en
Samfylkingarráðherrar töldu það ekki koma til greina. Féll svo það
mál niður að sinni.
Ekkert barst út af ríkisstjórnarfundinum um þetta mál eða þennan
ágreining. Þetta er vafalaust aðeins eitt mál af mörgum þar sem
þessir flokkar voru ekki samstiga, en þar sem þeir voru sammála um
ýmis önnur mál og höfðu gríðarlegum verkefnum að sinna, þá munu
aðilar hafa tekið þá afstöðu að láta ekki ágreining um þetta
tiltekna mál (og ýmis önnur) kom fram. Þetta er út af fyrir sig
skiljanlegt sjónarmið.
Gallinn er bara sá að með slíkri þöggun tók VG sinn hluta af
ábyrgðinni á þessu tiltekna mál. Það þýðir lítið síðar (t.d. fyrir
kosningar) að koma fram og segja frá slíkum ágreiningsmálum, það
virkar ekki trúverðugt. Þótt menn eða flokkar starfi saman að
ákveðnum málum eiga þeir að geta deilt opinberlega um ágreiningsmál
sín. Ef þeir halda það skaði þá út í frá verður bara að hafa
það.
Jón Torfason
Málið sem Jón Torfason vísar hér til er ágreiningur um hvort loka
ætti ratsjárstöðvum sem tengdust veru hersins hér á landi eða hvort
burðast ætti með hluta þessa kerfis áfram inn í framtíðina. Ég
var því andvígur og lagði fram tillögu þar að lútandi við
lítinn fögnuð Samfylkingarinnar. Varðandi þöggunina tel ég að Jón
Torfason hafi lög að mæla!
ÖJ