AÐ HRUNI KOMINN Nóvember 2013
...Ég heimsæki eldri borgarana í Mosfellsbæ í hverri viku, alla
vega yfir vetrarmánuðina, les fyrir þá og spjalla. Þetta góða fólk
hefur mikla sögu að segja og man eðlilega tímana tvenna. Þetta er
sú kynslóð sem tók við af frægri "aldamótakynslóð" og færði okkur
enn nær nútímanum. Þetta fólk sparaði við sig alla sína búskapartíð
og þegar tíminn var kominn lagði það nánast allan sparnað sinn
fyrir til að fá húsnæði á dvalarheimili. Sem dæmi frétti eg af
einum ráðsettum góðum bónda undan Esjuhlíðum sem lagði 35 milljónir
sem hann ...
Guðjón Jensson
Lesa meira
Afnám borgarfógeta- embætta er vanhugsaðasta aðgerð sem
nokkur stjórnvöld hafa tekið og stríðir gegn alþjóðasamningum
um réttaröryggi. Fyrr eða síðar lendir vöntun á fógetavaldi á
Íslandi í heimsfrétti. Kannski vaknar þjóðin, þegar fáránleiki
réttarkerfisins Íslenska afhjúpast.
Arngrímur Pálmason
Lesa meira
Í dag var haldin ráðstefna á vegum Landverndar í ráðstefnusal
Þjóðminjasafns í tilefni af 80 ára afmæli Harðar Bergmanns. Hann er
höfundur fjölmargra rita um samfélagsrýni, m.a.:
"Umbúðarþjóðfélagið", 1989 og "Að vera eða sýnast: gagnrýnin hugsun
á tímum sjónarspilsins", 2007, alveg ótrúleg þjóðfélagsgreining á
ástandinu í samfélaginu á Íslandi sem varð staðfest í bankahruninu.
Þessa bók hefði íslenska þjóðin átt að ...
Guðjón Jensson
Lesa meira
Það varð æ meira áberandi þegar leið á síðasta kjörtímabil
hversu lýðhyllin var Steingrími J. mikilvæg. Maður getur varla
varist þeirri hugsun að viðurkenningarþráin hafi verið hans helsti
drifkraftur, og nýja bókin eigi að festa arfleifðina í sessi. Menn
með svona skapgerð geta verið hófstilltir og setið rólegir í sæmd
sinni séu þeir fullvissir um að vera mikils metnir af alþýðu.
Steingrímur átti ekki því láni að fagna, a.m.k. ekki þegar leið á
kjörtímabilið. Þakkirnar fyrir unnin störf létu á sér standa
(enda var flestum málum ríkisstjórnarinnar sem máli skiptu
...
HP
Lesa meira
... Það breytir því ekki að mér finnst Besti flokkurinn og þar
með borgarstjórinn hafa staðið sig afleitlega í stjórn
borgarinnar undanfarin ár ... En hafi Besti flokkurinn staðið
sig illa þá veit ég ekki hvað á að segja um stjórnarandstöðuna.
Sjálfstæðisflokkurinn handónýtur enda ekki við því að búast að
Júlíus Vífill hafi áhyggjur af fátæku fólki í leiguhúsnæði og
borgarfulltrúi VG, Sóley Tómasdóttir, linnulaust hrósandi
Besta flokknum og Samfylkingu. Dæmi um þetta var skraf þeirra
Sóleyjar og Dags B. Eggertssonar í ...
Sunna Sara
Lesa meira
... Ég las grein þína um kjarnorkuvopnin og fór á slóðina sem þú gafst inn á ræðu þína í þinginu um NATÓ og “öryggisstefnu” Íslands. Mikið vildi ég að þó ekki væri nema ein rödd á Alþingi sem talaði eins og þú gerðir en það er ENGINN þingmaður sem það gerir. Er að undra að fólk missi trúna á þinginu og þeim sem þar sitja í umboði vinstri stefnu! Ef gagnrýni er hreyft á NATÓ þá er það lágvært hvísl til að sýnast!
Runólfur
Lesa meira
Kosningarnar koma hér,
kanntu fléttu snúna?
Bankasýslan býður þér,
að byrja ránið núna.
Kári
Lesa meira
Kosningaárið er komið með stæl
kysumst föðmumst verum indæl
staðreyndin er
að Íhaldið fer
auðvitað verðum ánægð og sæl
Líklega er kreppan kominn á ról
keimlík um heimsins byggðu ból
þá sér hver raftur
gjaldþrotin aftur
og endist víst framyfir næstu jól.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Meðvirkni er mikið böl,
magnast hún á þingi.
Ef þar skamma áttu dvöl,
alltaf ferð í hringi.
...
Kári
Lesa meira
Talskona Pírata, Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, sagði í útvarpsfréttum að vonandi yrði komandi þing gott og að menn færu ekki sð karpa um smámál og tók síðan andköf til að frábiðja “málþóf” og mátti skilja að þar vísaði hún í málflutning Miðflokksins um orkupakkann.
Mér þótt sá málflutningur góður en hinn slakur, svo ekki sé meira sagt, frá hendi Pírata, Samfylkingar og Viðreisnar. Flokkur fólksins var í lagi framan af en lyppaðist síðan niður. Stjórnarflokkana...
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Uppruni raforku á Íslandi er 57% jarðefnaeldsneyti, 34% kjarnorka og endurnýtanleg raforka einungis 9%. Þessi tilhögun og brask hjálpar umhverfissóðum að sýna hreinna bókhald.
Það sem ég velti fyrir mér, hver er ábyrgð íslenskra fyrirtækja sem selt hafa kjarnorkuveri upprunaábyrgð sem verður svo fyrir stórslysi, s.b. Tjernobil, er ekki eigandi upprunans sökudólgurinn eða ...
Rúnar Sveinjörnsson
Lesa meira
Þennan gamla þekkjum veg,
þreyttan sýna vanga.
Þú færð banka, þjóðgarð ég,
þannig skiptin ganga.
Ýmsa galla á því sé,
ætla að fylla á tanka.
Þegar vilja þvætta fé,
þá menn nota banka.
...
Kári
Lesa meira
Þegar græðir þjóðarbú,
þá við heimtum lykla.
Rán á banka ræðum nú,
reynsluna höfum mikla.
Tíminn þessi táknræni,
tækifæri í búskap.
Frelsi ásta og fjölkvæni,
fleiri en tveir í hjúskap.
...
Kári
Lesa meira
Bjarni selur bankann fljótt
bætir við fjölskyldu eignir
þó Engeyingarnir eigi gnótt
eflaust verða fegnir.
SA hagnaðist um fúlgur fjár
fljótlega kaupa því banka
En alþýðan sveltur og er sár
sé Drífu með þunga þanka.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Ef að drýpur eitthvað smér,
öllu vill hún sanka.
Íslenska mafían ætlar sér,
eignarhald á banka.
Kári
Lesa meira
Allt Frá lesendum