AÐ HRUNI KOMINN 2013
...Náttúruperla er í eðli sínu ódýr skemmtun. Hún bara er. Það
þarf ekki að ráða trúð eða hljómsveit til að gera hana
áhugaverðari, það þarf ekki að byggja undir hana eða fúaverja
annaðhvert ár. Það eina sem þarf að gera er að gera hana
aðgengilega fyrir gesti án þess að hún skemmist. Við fyrstu sýn
virðist manni það segja mikið um hugmyndaleysi og hreinlega leti
þeirra sem reka aðstöðuna við Geysi að aðgangseyrir sé það skásta
sem þeir geta komið upp með til að afla tekna til viðhalds
aðstöðunnar á staðnum.
Það er vart til að trúa, að það snilldarfyrirbæri sem einkarekstur
getur oft verið takist ekki að...
Jón Þ.
Lesa meira
Ég er gáttuð á andvaraleysinu gagnvart hugmyndum um gjaldtöku á
ferðamnnastöðum og líst ekkert á ferðamannapassa sem ríkisstjórnin
talar fyrir. Á að fara að setja upp rukkunar-varðmenn við
náttúruperlur? Ég sé að þú segist ætla að gera uppreisn gegn þessu
- fara og skoða Kerið án þess að borga. Ég er til í þennan slag!
Við gerum uppreisn!!!
Sunna Sara
Lesa meira
Deilt er um flugvöll í Reykjavík. Reykjavíkurborg er staðráðin í
því að losna við flugvöllinn sem fyrst. Yfirgnæfandi meirihluti
borgarbúa er því mótfallinn. Það eru að koma kosningar. Nú eru góð
ráð dýr. Samyþykkt er að fresta lokun og ráða fyrirtæki til að
kanna hvar eigi að hafa flugvöll á Reykjavíkursvæðinu! Það er
fyrsti kostur segir innanríkisráðherrann. En annar kostur? Hvers
konar rugl og sjónarspil er þetta eiginlega? Að ekki sé minnst á
fjárausturinn upp úr ....
Haffi
Lesa meira
...Er ekki farsælast að vita um hverja þeir hafa verið að njósna
á Íslandi og Íslendiga almennt. Það þurfa ekki endilega að
vera stjórnmálamen, það getur líka verið fólk í atvinnulífi eða
ráðurnetisstjórar, þannig að ég hvet þig til að gera allt í þínu
valdi til að komast að eins miklu og hægt er um njósnir NSA um
Ísland og Íslendinga.
Sigurður Óskar Óskarsson
Lesa meira
...Einhvern tímann hefði verið slitið stjórnmálasamstarfi
við ríki sem hagar sér á þennan hátt. Ef Sovétríkin sálugu
hefðu átt í hlut hefði alla vega nokkrum diplómötum verið vísað úr
landi. Núna ályktar ESB um að hleranir séu góðar og nauðsynlegar
í baráttu gegn hryðjuverkamönnum - bara gjöra svo vel að
hlera ekki Merkel.
Ég bíð spenntur eftir svörum frá ...
Jóel A.
Lesa meira
Umdeildar ákvarðanir teknar af stjórnmálamönnum eru sjaldnast
sérlega lýðræðislegar. Að knýja í gegn framkvæmdir sem ekki
styðjast við meirihluta þjóðarinnar minna óneitanlega á valdboð
einræðisherra fyrri tíma ... Með lögum skal land byggja en ólögum
eyða. Nú er verið að framkvæma ólög sem ógna náttúru landsins og
mannréttindum...
Guðjón Jensson
Lesa meira
...Gallinn er bara sá að með slíkri þöggun tók VG sinn hluta af
ábyrgðinni á þessu tiltekna mál. Það þýðir lítið síðar (t.d. fyrir
kosningar) að koma fram og segja frá slíkum ágreiningsmálum, það
virkar ekki trúverðugt. Þótt menn eða flokkar starfi saman að
ákveðnum málum eiga þeir að geta deilt opinberlega um ágreiningsmál
sín. Ef þeir halda það skaði þá út í frá verður bara að hafa
það.
Jón Torfason
Lesa meira
...Fortíðarhyggja þessara ungu framsóknarmanna er þó helst til
ungæðisleg. Þegar þeir völdu sér kennisetningar úr þessari fínu
fortíð Framsóknarflokksins fleyttu þeir rjómann og litu framhjá því
sem þeir töldu sig ekki þurfa á að halda. Svo virðist sem það hafi
ekki vakið forvitni þeirra að sú kynslóð framsóknarmanna sem þeir
vilja kenna sig við sagði sömu setninguna áður en þeir festu svefn
og fóru á fætur dag hvern: "Allt er betra en íhaldið". Ástæðan var
einföld. Þeir höfðu verið plataðir svo oft í samstarfi við þá og
voru ævinlega skildir eftir rúnir trausti og sjálfsvirðingu. Nú
hefur sagan endurtekið sig og ...
Pétur P.
Lesa meira
Í kvöld voru 4 viðtöl við ráðherra: Eitt við hvort tveggja Eygló
Harðardóttur og Gunnar utanríkisráðherra og tvö löng viðtöl við
Bjarna Benediktsson. Þá var sýnt langt skeið af þingfundi þar sem
Sigmundur Davíð var að tala. Engin viðtöl við stjórnarandstöðuna,
er litið svo á að hún sé ekki til? Á tímum ríkisstjórnar Jóhönnu
Sigurðardóttur var Sigmundur Davíð yfirleitt í ...
Guðjón Jensson
Lesa meira
Nú hafa orðið þau tíðindi á Alþingi að lagt er til að auka
aflaheimildir í þorski um 20 þúsund tonn sem er ríflega 10%
aukning. Loksins! Og sá fulltrúi Vg, sem mest barðist þó fyrir
breyttri fiskveiðlöggjöf skreppur saman í kvíðahnút og sönglar um
vísindalega varkárni. Þetta er ótrúlegt. Er virkilega í gangi enn
sá skilningur hjá alþingismönnum okkar að búið sé að finna út
jafnstöðuafla úr fiskistofnum? Mér finnst lágmark að þeir fulltrúar
þjóðarinnar sem ...
Árni Gunnarsson
Lesa meira
... Ég las grein þína um kjarnorkuvopnin og fór á slóðina sem þú gafst inn á ræðu þína í þinginu um NATÓ og “öryggisstefnu” Íslands. Mikið vildi ég að þó ekki væri nema ein rödd á Alþingi sem talaði eins og þú gerðir en það er ENGINN þingmaður sem það gerir. Er að undra að fólk missi trúna á þinginu og þeim sem þar sitja í umboði vinstri stefnu! Ef gagnrýni er hreyft á NATÓ þá er það lágvært hvísl til að sýnast!
Runólfur
Lesa meira
Kosningarnar koma hér,
kanntu fléttu snúna?
Bankasýslan býður þér,
að byrja ránið núna.
Kári
Lesa meira
Kosningaárið er komið með stæl
kysumst föðmumst verum indæl
staðreyndin er
að Íhaldið fer
auðvitað verðum ánægð og sæl
Líklega er kreppan kominn á ról
keimlík um heimsins byggðu ból
þá sér hver raftur
gjaldþrotin aftur
og endist víst framyfir næstu jól.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Meðvirkni er mikið böl,
magnast hún á þingi.
Ef þar skamma áttu dvöl,
alltaf ferð í hringi.
...
Kári
Lesa meira
Talskona Pírata, Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, sagði í útvarpsfréttum að vonandi yrði komandi þing gott og að menn færu ekki sð karpa um smámál og tók síðan andköf til að frábiðja “málþóf” og mátti skilja að þar vísaði hún í málflutning Miðflokksins um orkupakkann.
Mér þótt sá málflutningur góður en hinn slakur, svo ekki sé meira sagt, frá hendi Pírata, Samfylkingar og Viðreisnar. Flokkur fólksins var í lagi framan af en lyppaðist síðan niður. Stjórnarflokkana...
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Uppruni raforku á Íslandi er 57% jarðefnaeldsneyti, 34% kjarnorka og endurnýtanleg raforka einungis 9%. Þessi tilhögun og brask hjálpar umhverfissóðum að sýna hreinna bókhald.
Það sem ég velti fyrir mér, hver er ábyrgð íslenskra fyrirtækja sem selt hafa kjarnorkuveri upprunaábyrgð sem verður svo fyrir stórslysi, s.b. Tjernobil, er ekki eigandi upprunans sökudólgurinn eða ...
Rúnar Sveinjörnsson
Lesa meira
Þennan gamla þekkjum veg,
þreyttan sýna vanga.
Þú færð banka, þjóðgarð ég,
þannig skiptin ganga.
Ýmsa galla á því sé,
ætla að fylla á tanka.
Þegar vilja þvætta fé,
þá menn nota banka.
...
Kári
Lesa meira
Þegar græðir þjóðarbú,
þá við heimtum lykla.
Rán á banka ræðum nú,
reynsluna höfum mikla.
Tíminn þessi táknræni,
tækifæri í búskap.
Frelsi ásta og fjölkvæni,
fleiri en tveir í hjúskap.
...
Kári
Lesa meira
Bjarni selur bankann fljótt
bætir við fjölskyldu eignir
þó Engeyingarnir eigi gnótt
eflaust verða fegnir.
SA hagnaðist um fúlgur fjár
fljótlega kaupa því banka
En alþýðan sveltur og er sár
sé Drífu með þunga þanka.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Ef að drýpur eitthvað smér,
öllu vill hún sanka.
Íslenska mafían ætlar sér,
eignarhald á banka.
Kári
Lesa meira
Allt Frá lesendum