MERKIMIÐA Á BJARNA OG ÞORSTEIN!
Ég er hjartanlega sammála Sunnu Söru hér á síðunni, að
tillaga þín um kjaramerkimiðana er góð. Það er ömurlegt að heyra
allt þetta hálaunafólk nánast blátt í framan reyna að sannfæra
láglaunafólk að samþykkja yfir sig vesaldóm síðustu "samninga" sem
eru ekkert annað en kröfugerð SA og síðan kröfur á ríki og
sveitarfélög!.
Jóel A.