ÓTRÚLEGA EINFALT!

Það er ótrúlega einfalt að breyta þjóðfélagsumræðunni á Íslandi og reyndar hvar sem er. Ef farið yrði að tillögu þinni og merkimiði settur á öll þau sem til máls tækju um kjramálin þannig að við fengjum að vita hvað þau hefðu í laun þá myndu orð þeirra og boðskapur fáaðra merkingu og annað vægi. Ef sett væri á sjónvarpsskjáinn hverjar tekjur Bjarna Ben. fjármálaráherra eru eða Þorteins, framkvæmdastjóra SA, þá myndi það hljóma hjákátlega þegar þeir hneyksluðust yfir frekju taxtalaunafólksins - ekki bara þeirra lægstu heldur miðlungstekjufólk líka.
RÚV og STÖÐ 2, upplýsingarnar á skjáinn þegar þetta fólk talar!.
Sunna Sara 

Fréttabréf