STJÓRNMÁLA-BARÁTTA VERÐUR AÐ BYGGJA Á STÉTTABARÁTTU
Við yfirlestur á síðu Ögmundar, rakst ég á pistil Einars
Ólafssonar um 1. maí. Þessar tillögur Bjartrar framtíðar um að færa
1. maí eithvað út í buskann, lýsir úrkynjun kratanna, (eða
atkvæðageymslunnar þeirra, eins og sumir kalla þessa
flkokksnefnu).
Vg. verður að mínu viti að láta sig verkalýðsmál meira varða. Ekki
láta Gylfa og stéttasamvinnufélaga hans úr Samfylkingunni ráða í
þeim efnum. Mál eins og náttúruvernd, jafnrétti kynjanna, málefni
hælisleytenda, baráttunni fyrir fullvalda Íslandi o.fl. verða
Vg-félagar og sósíalistar að tengja betur stéttabaráttunni.
Af hverju? Vegna þess að mál þessi tengjast stéttarbáráttu beint,
en eru ekki sérmál eins og margir vilja vera láta. Náttúruvernd
snýr að farmtíð komandi kynslóða og barna vorra. Hvar væri
verkalýðsstéttin án náttúruauðlinda, lýklega án atvinnu eða fremur
ekki til, væri nokkuð mannlegt þá til.
Hælisleitendur verða að njóta vafans og mál þeirra verður að
rannsaka vel. Sumir þeirra gætu verið fórnarlömb heimsvaldastefnu,
kynnþáttagúgunar, kynferðiskúgunar, kynhvatarofsókna o.fl.
Hvað kemur það stéttarbáráttu við? Bíðið! Er ekki heisvaldastefnan
hæsta stig auðvaldskúgunar, Auðvaldsmennirnir og leppar þeirra
vilja ráða yfir hvernig á að flokka mikilvægi þjóða og þjóðflokka,
kynin- og kynkvöt mannna. Stéttarbaráttan hafnar slíkri flokkun.
Hún flokkar manneskjur fyrst og fremst til afstöðu hvers manns til
framleiðalutækjanna, auðvalds og þeirra sem skapa hinn raunverulega
auð með vinnuafli sínu.
Hvað er betra en að flækja málin með allskonar útúrdúrum? Ef
hugsjón Vg.er einungis að gera alla að smáborgurum er alveg eins
gott að styðja Sjálfstæðisflokkinn, frá þeim fær hann næringu sína,
stefna og daður Vg. við smáborgara sem þeir kalla að vísu að hlúa
að smáfyrirtækjum, er því röng. Þó sjalfsagt sé að hlúa að að
Íslensku hugviti í ýmsun málum, sem verður án allra öfga að segja
að er um margt er sérstakt.
Hvað varðar sjálfstæði Íslands sem þjóðar erum við í vanda.
(Sjáfstæðis)flokkurinn og (Framsóknar)flokkurinn segjast berjast
fyrir að vera óháðir gagnvart hinu nýja ríkjasambandi sem virðist
vera aö myndast í hluta Evrópu eða ESB. Það svona læðist að manni
grunur, þó ekki verði meira sagt. að hollusta þessara aðila sé
fremur við kvótagreifa í sjávarútvegi og landnbúnaði, fremur en við
hið tiltölulega unga íslenska Lýðveldi. Kratar ýmiskonar í
margvíslegum flokkum vilja ganga í þetta tilvonandi sambandsríki,
nefna helst í því sambandi stöðugleika í gengis- og efnahagsmálum.
Já hljómar vel, eða hva? Sporin hræða.
Kratarnir voru á móti sjálfstæði Íslansds á sínum tíma. Já vitiði
hvers vegna, þeir fengu svo mikið fé frá danska krataflokknum,
ljótt enn satt. Þeir studdu Ísland í NATO og herinn, var það enn fé
og frami forustumanna þeirra, hver veit. EES kom að undirlagi krata
með samþykki sjálfs foringja heimastjórnarflokksins Davíðs
Oddsonar. Í kjölfarið kom frjálshyggjan og hrunið. Ef þið hugsið út
í það, Þá vildu kratar fljótlega fullveldi Íslands fyrir bí og æ
síðan.
Hvers vegan? Við vitum það ekki nákvæmlega, enn kynntu þeir málið.
Barátta vinstrimanna gegn hinu auðvaldsinnaða ESB getur ekki verið
á forsendum kvótgreifa eða leppa þeirra í kvótaflokkunum Vg. Hún
verður að byggjast á lýðveldishugsjóninni um sjálfstætt og óháð
Ísland. Um stéttarbaráttu, gegn auðvalds- og heimsvaldastefnu ESB.
Sóíalistar verða því að byggja stjórnmálafstöu sína fyrst og fremst
á stéttarbaráttu, ekki má taka hana úr samhengi og búta upp hina
ýmsu málaflokka án skýringa, það dreifir aðeins markmiðinu um
mannúðlegra og félagslegra Ísland. Guðlaugur Gísli
Bragason