Fara í efni

PLAN A HJÁ SA

Björgólfur Jóhannsson, formaður Samtaka Atvinnulífsins, segir í viðtali við RÚV að ef við ekki eigum kost á að ganga í Evrópusambandið og taka upp evru, séum við í vanda stödd því annar valkostur sé einfaldlega ekki fyrir hendi, ekkert plan B.
En er það virkilega svo að það hafi verið plan A hjá íslenskum atvinnurekendum að ganga í ESB og taka upp evru þótt ætla megi, samkvæmt mælingum, að meirihluti þjóðarinnar sé því andvígur?
Er þetta ekki álíka mikið dómgreindarleysi og að ætla að telja lægst launaða fólkinu á Íslandi  trú um það með rándýrri auglýsingaherferð, að því væri best borgið á launum undir 200 þúsund krónum á mánuði? Þetta var plan A í kjaramálum hjá SA um síðustu áramót.
Mér sýnist að plön A hjá SA séu hvorki sérstaklega raunsæ né eftirsóknarverð.
Jóhannes Gr. Jónsson