AÐ HRUNI KOMINN Mars 2014
Kærar þakkir Ögmundur fyrir að ganga erinda almennings við
Geysi, ekki gerir þessi dauða ríkisstjórn það og hafi hún skömm
fyrir. Nú verður þjóðin að láta meira í sér heyra í sambandi við
sjálftökukallana, þetta gengur ekki lengur.
Edda
Lesa meira
Gott framtak hjá þér Ögmundur að mæta á Geysissvæðið og
rukkaranir láta sig hverfa sem skjótast. Nú er að skjóta upp
kollinum mikil græðgisvæðing. Menn taka sig til og telja sig hafa
rétt á að setja upp gjald til að skoða náttúruauðlindir jafnvel þó
þær séu í almanna eigu. Ein hlið á þessu er mjög einföld: Nú gæti
einhver hrasað á gömlum og lúnum stígum og gæti sýnt fram á
misfellur eða galla á ...
Guðjón Jensson
Lesa meira
Lofa þingmenn ekki að fylgja sannfæringu sinni? Ef þú styður
Þorleif og Dögun í sveitarstjórnarkosningunum, er þá ekki
heiðarlegt að ganga úr VG? Þú hefur aðeins eitt atkvæði eins og
allir aðrir. Þetta gerðu félagar þínir Jón Bjarnason, Lilja
Mósesdóttir, Hjörleifur Guttormsson o.fl. kjósendur fylgdu þeim að
vísu ekki, varla ...
Pétur
Lesa meira
Viðskiptaráð hættir aldrei að koma á óvart. Nú reiknar það út
hvað gjaldeyrishöftin kosti íslenskt samfélag. En hvers vegna
skyldu vera gjaldeyrishöft? Þau má leðia til hruns bankanna sem hér
dönsuðu sinn Hrunadans í aðdraganda efnahagshrunsins.
Alltaf undir leiðsögn Viðskiptaráðs sem aldrei skorti orð
til að réttlæta ruglið sama hversu mikið það varð. Ísland
varð nærri gert gjaldþrota af bröskurum, innlendum og
erlendum. Við hrunið lokuðust ...
Haffi
Lesa meira
Í guðþjónustu nú fyrir hádegið á rás 1 var mjög merkileg
prédikun séra Kristínar Þórunnar Tómasdóttur. Hún fjallaði um
nauðsyn náttúruverndar og að bera virðingu fyrir náttúrunni. Í stað
venjulegra blessunarorða í prédikunni bað hún guð allsherjar að
varðveita og blessa náttúruna fyrir ágangi rányrkjunnar og
skammsýnna sjónarmiða! Þetta er mjög óvenjulegt og þetta gerðist í
kirkju eins höfuðvígis afturhaldsins á Íslandi...
Guðjón Jensson
Lesa meira
Flóttamenn hér fella stjórn
á fréttir agndofa góndi
Vinstri Græn vilja færa fórn
ekki Jón Blóðmerabóndi.
Flokkinn minkar fljótt og hratt
og fylginu þar tapar
Á samstarfinu fer Katrín flatt
að feigðarósi hrapar.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Þeir fengu fyrst auðlindir okkar
framsókn og sjálfstæðisflokkar
í fátækt oss hnepptu
svo bankana hrepptu
í auðmennina Bjarni nú kokkar.
Á bláþræði hún hangir víst
með heldur lítið traustið
Um heiðar-leika lífið snýst
hún lafir fram á haustið.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Ég hef staðið í þeirri trú að stefna VG væri sú að Ísland stæði utan hernaðarbandalaga, með öðrum orðum, gengi úr NATÓ. Nú er talað allt öðru máli. Annað hvort á VG þá að breyta gjörðum sínum til samræmis við gefin loforð til kjósenda eða lofa þeim öðru, annarri stefnu og þá væntanlega þeirri að Ísland verði áfram NATÓ-þjóð og tali ...
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Af fréttavakt Vísis 3. maí: “Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, heiðraði í dag starfsmenn vopnaverksmiðju í Bandaríkjunum þar sem svokallaðar Javelin-eldflaugar eru framleiddar. Hann sagði Úkraínumenn nota þær til að gera Rússa að fíflum." Víða finnast fíflin eða er málið alvarlegra en svo að þetta sé bara auli að aulast?
Nei, þetta er forseti Bandaríkjanna að gleðjast yfir mætti drápstóla. Eflaust hefur verið klappað í ...
Jóel A.
Lesa meira
Verkalýðsdegi að vanda hér fögnum
en samstöðuna nú almennt mögnum
sjáum erfiða tíma
við verðlag glíma
og kaupmáttarskerðingum höfnum.
Spillingin leikur enn lausum hala
líka hjá stjórnarliðinu
Þeir eignir okkar undir sig mala
og eru með í spilinu.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Hér vandræða tíma og mikla vá
vonbráðar fáum að horfa upp á
stjórnin þá fallin
og Bjarni kallinn
og langflestir vilja kosningar fá.
Já ef ég ætti banka bréf
bráðlega yrði ríkur
Engin fátækt ekkert þref
eymdinni allri líkur.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Ef vantar fé í villta neyslu,
velgjörðirnar munum.
Bananasýslan bauð í veislu,
bankaræningjunum.
Gráðugir sýnast sumir menn,
sækja pund og franka.
Mafíustarfsemi magnast enn,
margir rændu banka.
...
Kári
Lesa meira
Ég er hjartanlega sammála þér um Íslandsbankamálið. Menn láta sem hneykslið sé hverjir keyptu. Auðvitað kaupa þau sem eiga pening og vilja enn meiri pening, liggur það ekki í augum uppi? Jú, það gerir það þegar á það er bent. Og það var gert og varð þá mikið fár. Þess vegna var salan “misheppnuð”. En hneyklsið var ekki þetta, heldur ...
Sunna Sara
Lesa meira
Ég var ánægð að sjá afdráttarlausa afstöðu oddvita Sósíalistaflokksins, Sönnu Magdalenu Mörtudóttur, til spilakassa í borginni: Hún vill þá burt. Nú bíðum við eftir öðrum flokkum. Ég hef ekki kosið Sósíalistaflokkinn til þessa en það gæti breyst. Nú bíð ég eftir afstöðu annarra flokka.
Ein sem þekkir spilavandann úr sinni fjölskyldu
Lesa meira
Sigurður Ingi formaður Framsóknarflokksins og ráðherra virðist vera sloppinn fyrir horn eftir rasísk ummæli sín. Þökk sé Íslandsbankahneykslinu. Og Boris Johnson forsætisráðherra Breta sem var við það að missa embætti sitt eftir að hafa logið að þingi og þjóð um samkvæmi þvert á kovídreglur í embættisbústað ráðherrans virðist líka sloppinn. Nú fundar hann í Úkraínu og um Úkraínu og tvídar í Rússlandi um hve góður kall hann sé. Þannig er hann ...
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Allt Frá lesendum