AÐ HRUNI KOMINN Apríl 2014
Gott hjá þér að vekja máls á Grímsstaðamálinu að nýju. Ég
hlustaði á upplestur þinn á nöfnum þeirra sem styðja að ríkið kaupi
Grímsstaði á Fjöllum, sbr. slóðina sem þú gefur í pistli
þínum hér á síðunni. Ég hvet fólk til að hlusta á þennan upplestur!
Á virkilega ekki að hlusta á þetta fólk? Ég vil sjá alþingismenn
taka afstöðu til þessa máls!!!
Sunna Sara
Lesa meira
Margir í borgarstjórn vilja ólmir að Reykjavíkurflugvöllurinn
fari úr vatnsmýrinni, Reykjavíkurflugvöllurinn og staðsetning hans
er ekkert einkamál Reykvikinga og heldur ekki borgarstjórnar, Ég
vil beina því til þingmanna og ráðherra að ríkið taki landskika
borgarinnar í Reykjavíkurflugvellinum eignarnámi þannið að
borgarstjórn geti ekki einhliða flutt hann...
Jón Þ
Lesa meira
Ég er fylgjandi þeirri hugmynd að með lagasetningu verði allar
helstu náttúruperlur landsins lýstar almannaeign undir eftirliti,
vernd og umsjá opinberra aðila. Heimiluð verði gjaldtaka fyrir
aðgengi að slíkum stöðum eftir því sem þurfa þykir vegna eðlilegs
viðhalds á hverjum stað og þeirra framkvæmda sem nauðsynlegar eru
vegna miðlunar upplýsinga og kynninga, aðgengis ferðamanna um
viðkomandi svæði, salernisaðstöðu og þess háttar. Mér segir svo
hugur um að ...
Sigvaldi Friðgeirsson
Lesa meira
... Ég hef því miður ekki átt kost á að slást í hópinn á
laugardögum en átti leið á Geysi á föstudaginn var. Þá gerði ég
tilraun til að komast að hvernum en var stöðvaður og krafinn um
pening. Ég neitaði auðvitað að borga og þegar ég reyndi að ganga
inn steig vörðurinn í veg fyrir mig til að meina mér inngöngu. Þá
hringdi ég í lögregluna í Árnessýslu (kl. 12:59) og kærði þessa
tilraun til fjárkúgunar. Eftir alllangt þóf féllst lögreglumaðurinn
sem ég talaði við á að bóka nafn mitt og kennitölu og ... Gangi
ykkur vel á morgun!
Friðrik Aspelund
Lesa meira
Sæll Ögmundur og kærar þakkir fyrir að beita þér í Geysismálinu.
Ég setti upp atburð á facebook fyrir mótmælin næsta laugardag, 12.
apríl, svo fólk geti skráð sig. Hvað er að frétta af
lögbannskröfunni sem var tekin fyrir sl. fimmtudag? Og verður þú
ekki þann 12. hjá Geysi? Fb atburðurinn er hér: https://www.facebook.com/profile.php?id=499041193470520
Kristín Elfa Guðnadóttir
Lesa meira
Stefnum við ekki á Geysi á laugardag, half tvö ef ekkert hefur
breyst? Svar óskast.
Sunna Sara
Lesa meira
Frábært framtak! Gullfoss og Geysir eru ekki neysluvara.
Jónas Knútsson
Lesa meira
Ég held að gjaldtakan við Geysi og tilburðirnir fyrir norðan um
að selja inn á Dettifoss sé það yfirgengilegasta sem upp hefur
komið á Íslandi í langan tíma og er þó af ýmsu að taka. Hvað er
sýslumaðurinn á Selfossi að hugsa með því að neita lögbanni. Varla
er hann að hugsa um flokkinn sinn, alla vega er hann þá ósammála
Bjrna formanni sem var góður í þinginu eins og þú bendir á. Samt
eru linkuleg viðbrögð ...
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Ég tek undir með Sunnu Söru að tillaga Kára um
umhverfisgleraugu með gjaldmælum er frábær og vel útfærð I
lagafrumvarpi, sbr. grein þína http://ogmundur.is/annad/nr/7055/ !!
Jóel A.
Lesa meira
Ég verð að segja að mest brilljant framlag til
umhverfisumræðunnar kemur frá Kára á síðunni þinni Ögmundur. Þarna
er kominn raunhæf lausn á gjaldtökunni á nattúru Íslands. Nú
bíðum við eftir því að gjaldtökuríkisstjórnin bregðist við og reyni
að vera á undan samtíðinni inn í framtíðina og láti hanna sérstök
umhverfisgleraugu með gjladmælum, sbr., http://ogmundur.is/annad/nr/7055/<
Sunna Sara
Lesa meira
Flóttamenn hér fella stjórn
á fréttir agndofa góndi
Vinstri Græn vilja færa fórn
ekki Jón Blóðmerabóndi.
Flokkinn minkar fljótt og hratt
og fylginu þar tapar
Á samstarfinu fer Katrín flatt
að feigðarósi hrapar.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Þeir fengu fyrst auðlindir okkar
framsókn og sjálfstæðisflokkar
í fátækt oss hnepptu
svo bankana hrepptu
í auðmennina Bjarni nú kokkar.
Á bláþræði hún hangir víst
með heldur lítið traustið
Um heiðar-leika lífið snýst
hún lafir fram á haustið.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Ég hef staðið í þeirri trú að stefna VG væri sú að Ísland stæði utan hernaðarbandalaga, með öðrum orðum, gengi úr NATÓ. Nú er talað allt öðru máli. Annað hvort á VG þá að breyta gjörðum sínum til samræmis við gefin loforð til kjósenda eða lofa þeim öðru, annarri stefnu og þá væntanlega þeirri að Ísland verði áfram NATÓ-þjóð og tali ...
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Af fréttavakt Vísis 3. maí: “Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, heiðraði í dag starfsmenn vopnaverksmiðju í Bandaríkjunum þar sem svokallaðar Javelin-eldflaugar eru framleiddar. Hann sagði Úkraínumenn nota þær til að gera Rússa að fíflum." Víða finnast fíflin eða er málið alvarlegra en svo að þetta sé bara auli að aulast?
Nei, þetta er forseti Bandaríkjanna að gleðjast yfir mætti drápstóla. Eflaust hefur verið klappað í ...
Jóel A.
Lesa meira
Verkalýðsdegi að vanda hér fögnum
en samstöðuna nú almennt mögnum
sjáum erfiða tíma
við verðlag glíma
og kaupmáttarskerðingum höfnum.
Spillingin leikur enn lausum hala
líka hjá stjórnarliðinu
Þeir eignir okkar undir sig mala
og eru með í spilinu.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Hér vandræða tíma og mikla vá
vonbráðar fáum að horfa upp á
stjórnin þá fallin
og Bjarni kallinn
og langflestir vilja kosningar fá.
Já ef ég ætti banka bréf
bráðlega yrði ríkur
Engin fátækt ekkert þref
eymdinni allri líkur.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Ef vantar fé í villta neyslu,
velgjörðirnar munum.
Bananasýslan bauð í veislu,
bankaræningjunum.
Gráðugir sýnast sumir menn,
sækja pund og franka.
Mafíustarfsemi magnast enn,
margir rændu banka.
...
Kári
Lesa meira
Ég er hjartanlega sammála þér um Íslandsbankamálið. Menn láta sem hneykslið sé hverjir keyptu. Auðvitað kaupa þau sem eiga pening og vilja enn meiri pening, liggur það ekki í augum uppi? Jú, það gerir það þegar á það er bent. Og það var gert og varð þá mikið fár. Þess vegna var salan “misheppnuð”. En hneyklsið var ekki þetta, heldur ...
Sunna Sara
Lesa meira
Ég var ánægð að sjá afdráttarlausa afstöðu oddvita Sósíalistaflokksins, Sönnu Magdalenu Mörtudóttur, til spilakassa í borginni: Hún vill þá burt. Nú bíðum við eftir öðrum flokkum. Ég hef ekki kosið Sósíalistaflokkinn til þessa en það gæti breyst. Nú bíð ég eftir afstöðu annarra flokka.
Ein sem þekkir spilavandann úr sinni fjölskyldu
Lesa meira
Sigurður Ingi formaður Framsóknarflokksins og ráðherra virðist vera sloppinn fyrir horn eftir rasísk ummæli sín. Þökk sé Íslandsbankahneykslinu. Og Boris Johnson forsætisráðherra Breta sem var við það að missa embætti sitt eftir að hafa logið að þingi og þjóð um samkvæmi þvert á kovídreglur í embættisbústað ráðherrans virðist líka sloppinn. Nú fundar hann í Úkraínu og um Úkraínu og tvídar í Rússlandi um hve góður kall hann sé. Þannig er hann ...
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Allt Frá lesendum