AÐ HRUNI KOMINN Maí 2014
... Ég vil helst að trúarbrögðum sé haldið lágstemmdum, þau
eiga ekki að vera mál málanna, kannski er það ástæðan fyrir því að
ég sætti mig við að hafa þjóðkirkju. Þau sem tala harðast nú
gegn mosku í Reykjavík eru að gera nákvæmlega það sem þau vara við:
Þau eru að setja trúmál og trúarsöfnuði í öndvegi
...
Jóel A.
Lesa meira
Ég var að hlusta á Sprengisand þar sem fulltrúar framboðanna
ræddu mosku, flugvöll, húsnæðisvandann og ýmis önnur mál. Ég
sannfærðist um að kjósa Dögun eftir þessar samræður. Mér
sýnist Dögun vera eina framboðið með raunhæfar lausnir fyrir okkur
sem erum í vanda. Svo finnst mér skipta máli að flugvöllurinn
verði áfram í Vatnsmýrinni. Moskutal Framsóknar er ógeðfellt. Ef
við værum að glíma við ....
Guðmundur Jónsson
Lesa meira
Já nú er kátt í kotinu
kísilverin rísa
Alcoa í auðmagns potinu
og methagnaði lýsa.
PH
Lesa meira
Ég fer fram á það að þið þingmenn og ríkisstjórn komi í gegn
framlengingu án tafar á frestun á nauðungarsölum og framlengdum
samþykkisfresti alveg einsog Hagsmunasamtök Heimilanna vilja.
K.v.
Jón Þ
Lesa meira
Sú var tíðin að fátækt verkafólk tók sér verkfallsrétt. Það átti
engu að tapa. Það var jafn illa sett á ofurlágu laununum eða hafa
ekkert. Nú er svo komið að venjulegt launafólk, flest á fremur
lágum launum vill ekki taka þátt lengur í verkföllum: Það á það á
hættu að standa ekki í skilum og þátttaka í verkföllum reynist því
dýrari leið að betri kjörum en að sætta sig við lágu launin áfram.
Aftur á móti hafa hátekjumenn tekið verkfallsvopnið upp á sína arma
til að knýja á stórhækkun tiltölulega hárra launa. Verkfallsþáttaka
þeirra skiptir þá nánast engu þó svo að þeir verði af einhverjum
tekjum nokkra daga. Hins vegar er heil atvinnugrein, ferðaþjónustan
í heild, sem ...
Guðjón Jensson
Lesa meira
Sæll Ögmundur takk fyrir gott svar síðast, það er kannski annað
mál sem ég hef velt fyrir mér lengi, og mér finnst kannski
mikilvægt að fá svar við. Það er mikið rætt um að kljúfa
bankarekstur í fjárfestingarhluta og svo hefðbundin
viðskiptabankahluta, er þetta leið sem við eigum að taka upp hér í
ljósi atburða? Og loks af því að ég trúi á ríkisrekstur á ákveðnum
sviðum, hvað er því til fyrirstöðu að hafa ríkisbanka á íslandi?
Það gekk bara alveg ágætlega fram að einkavæðingu og jafnvel fram
til 2002 þegar ríkið seldi frá sér sinn hlut.
Gunnar
Lesa meira
Við höfum mátt hlusta á það árum saman á tyllidögum, í
hrunskýrslum og stjórnarskrárumræðu að einn helsti veikleiki
íslensks stjórnkerfis sé máttleysi þings gagnvart framkvæmdavaldi.
Nú sýnir Alþingi áður óþekktan doða með því að afneita hlutverki
sínu við að láta ráðherra standa skil á hvernig þeir fara með vald
sitt - en láta lögreglustjóranum í Reykjavík það eftir. Leki
trúnaðargagna kann að vera lögreglumál. Ráðherra svarar hinsvegar
til ábyrgðar gagnvart Alþingi og á að svara til ábyrgðar á þeim
vettvangi. Það getur varla verið ástæða aðgerðarleysis þingsins að
bíða rannsóknar í óskyldu máli? Í þessu tilviki hefur ráðherra
skýlaust neitað að hafa nokkra vitneskju um tilvist skjals sem hún
hafði sannanlega fengið afhent ...
Finnbogi
Lesa meira
...Þetta var gott framtak að stöðva græðgina við Geysi, að
sjálfsögðu á íslenska þjóðin að eiga lokaorðið í gjaldheimtunni.
Annan vinkill á þessari græðgi má finna í verkfallinu á
flugvellinum. Er forsvaranlegt að fámennur hópur hálaunamanna geti
tekið heila atvinnugrein í gíslingu? Það eru miklir þjóðarhagsmunir
á ferðinni og vildi ég vita hver skoðun þín er, hvort að
þjóðarhagsmunir vegi meir hér en hagsmunir fárra vel stæðra.
Gunnar
Lesa meira
Íslenska þjóðin virðist haldin masókisma á háu stigi. Hún lætur
stela af sér eignum sínum einsog fiskinum í sjónum, sem nú er í
einkaeign, hún lætur stela af sér náttúrunni sem nú er í einkaeign,
hú lætur stela af sér námaréttindum og vatnsréttindum sem nú er í
einkaeign og upptalningin getur verið lengri. Í löndunum í kringum
okkur eru menn að berjast gegn njósnum um einkalíf fólks. Snowden
er í útlegð í Rússlandi. Á Íslandi ætla björgunarfélög og skátar að
safna lífsýna-upplýsingum um einstaklinga og afhenda
einkafyrirtæki. Forstjórinn garanterar að...
Hreinn K
Lesa meira
Ég er ánægður, Ögmundur, með þá nálgun að kjarasamningum sem þú
lagðir til í ávarpi þínu á Selfossi 1. maí: "Ég er þeirrar skoðunar
að í stað þess að krefjast hækkunar lægstu launa sé réttara að
krefjast þess að innbyggt verði í alla samninga hvert skuli vera
hlutfallið á milli hins lægsta og hins hæsta." Í því sambandi vil
ég nefna þetta: Skv. Frjálsri verslun, 2. tbl. 2014, greiddu
fyrirtækin í Kauphöllinni hátt í 10 milljarða króna í arð á sl. ári
(bls. 22). Það eru 30.706 kr. á hvern Íbúa á Íslandi eða 126.936
kr. á hverja fjölskyldu. Meðallaun forstjóra þessara fyrirtækja
voru 4,7 milljónir og höfðu hækkað um 7,2%. Laun ... Fyrir þrem
árum var ég reyndar að spá í að kannski væri rétt að miða við að
lágmarkstekjur væru um það bil 50% af tekjum framkvæmdastjóra
Samtaka atvinnulífsins. Það hefði gert 882.500 kr. á mánuði. Sjá
hér ...
Einar Ólafsson
Lesa meira
Flóttamenn hér fella stjórn
á fréttir agndofa góndi
Vinstri Græn vilja færa fórn
ekki Jón Blóðmerabóndi.
Flokkinn minkar fljótt og hratt
og fylginu þar tapar
Á samstarfinu fer Katrín flatt
að feigðarósi hrapar.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Þeir fengu fyrst auðlindir okkar
framsókn og sjálfstæðisflokkar
í fátækt oss hnepptu
svo bankana hrepptu
í auðmennina Bjarni nú kokkar.
Á bláþræði hún hangir víst
með heldur lítið traustið
Um heiðar-leika lífið snýst
hún lafir fram á haustið.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Ég hef staðið í þeirri trú að stefna VG væri sú að Ísland stæði utan hernaðarbandalaga, með öðrum orðum, gengi úr NATÓ. Nú er talað allt öðru máli. Annað hvort á VG þá að breyta gjörðum sínum til samræmis við gefin loforð til kjósenda eða lofa þeim öðru, annarri stefnu og þá væntanlega þeirri að Ísland verði áfram NATÓ-þjóð og tali ...
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Af fréttavakt Vísis 3. maí: “Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, heiðraði í dag starfsmenn vopnaverksmiðju í Bandaríkjunum þar sem svokallaðar Javelin-eldflaugar eru framleiddar. Hann sagði Úkraínumenn nota þær til að gera Rússa að fíflum." Víða finnast fíflin eða er málið alvarlegra en svo að þetta sé bara auli að aulast?
Nei, þetta er forseti Bandaríkjanna að gleðjast yfir mætti drápstóla. Eflaust hefur verið klappað í ...
Jóel A.
Lesa meira
Verkalýðsdegi að vanda hér fögnum
en samstöðuna nú almennt mögnum
sjáum erfiða tíma
við verðlag glíma
og kaupmáttarskerðingum höfnum.
Spillingin leikur enn lausum hala
líka hjá stjórnarliðinu
Þeir eignir okkar undir sig mala
og eru með í spilinu.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Hér vandræða tíma og mikla vá
vonbráðar fáum að horfa upp á
stjórnin þá fallin
og Bjarni kallinn
og langflestir vilja kosningar fá.
Já ef ég ætti banka bréf
bráðlega yrði ríkur
Engin fátækt ekkert þref
eymdinni allri líkur.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Ef vantar fé í villta neyslu,
velgjörðirnar munum.
Bananasýslan bauð í veislu,
bankaræningjunum.
Gráðugir sýnast sumir menn,
sækja pund og franka.
Mafíustarfsemi magnast enn,
margir rændu banka.
...
Kári
Lesa meira
Ég er hjartanlega sammála þér um Íslandsbankamálið. Menn láta sem hneykslið sé hverjir keyptu. Auðvitað kaupa þau sem eiga pening og vilja enn meiri pening, liggur það ekki í augum uppi? Jú, það gerir það þegar á það er bent. Og það var gert og varð þá mikið fár. Þess vegna var salan “misheppnuð”. En hneyklsið var ekki þetta, heldur ...
Sunna Sara
Lesa meira
Ég var ánægð að sjá afdráttarlausa afstöðu oddvita Sósíalistaflokksins, Sönnu Magdalenu Mörtudóttur, til spilakassa í borginni: Hún vill þá burt. Nú bíðum við eftir öðrum flokkum. Ég hef ekki kosið Sósíalistaflokkinn til þessa en það gæti breyst. Nú bíð ég eftir afstöðu annarra flokka.
Ein sem þekkir spilavandann úr sinni fjölskyldu
Lesa meira
Sigurður Ingi formaður Framsóknarflokksins og ráðherra virðist vera sloppinn fyrir horn eftir rasísk ummæli sín. Þökk sé Íslandsbankahneykslinu. Og Boris Johnson forsætisráðherra Breta sem var við það að missa embætti sitt eftir að hafa logið að þingi og þjóð um samkvæmi þvert á kovídreglur í embættisbústað ráðherrans virðist líka sloppinn. Nú fundar hann í Úkraínu og um Úkraínu og tvídar í Rússlandi um hve góður kall hann sé. Þannig er hann ...
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Allt Frá lesendum