Fara í efni

LANDSBJÖRG GENGIN Í BJÖRG

Íslenska þjóðin virðist haldin masókisma á háu stigi. Hún lætur stela af sér eignum sínum einsog fiskinum í sjónum, sem nú er í einkaeign, hún lætur stela af sér náttúrunni sem nú er í einkaeign, hú lætur stela af sér námaréttindum og vatnsréttindum sem nú er í einkaeign og upptalningin getur verið lengri.
Í löndunum í kringum okkur eru menn að berjast gegn njósnum um einkalíf fólks. Snowden er í útlegð í Rússlandi.
Á Íslandi ætla björgunarfélög og skátar að safna lífsýna-upplýsingum um einstaklinga og afhenda einkafyrirtæki. Forstjórinn garanterar að upplýsingarnar muni ekki falla í hendur "þirðja aðila". Skilur maðurinn ekki að hann er "þriðji aðili"?
Vonandi lætur þjóðin ekki plata sig. En ég verð að segja að ég er svartsýnn. Á maður að kaupa flugelda hjá þjónum Kára Stefánssonar?
Hreinn K