Fara í efni

ÓSAMKVÆMNI HJÁ RÍKISSAKSÓKNARA

Það er svo sannarlega glapræði að ákæra starfsfólk heilbrigðisþjónustunar fyrir manndráp af gáleysi meðan sama embætti neitar að aðhafast þegar ráðherrar heimila blátt áfram fjöldamorð á saklausu fólki, sbr. kæru margra einstaklinga fyrr á árum á hendur Davíð Oddssynni og Halldóri Ásgrímssyni. Þeir sátu NATO-ráðsfundi í Washington 23. april 1999 þar sem ákveðið var að heimila herjum NATO að ráðast úr lofti á fjölmiðla í Serbíu. Sömu nóttina gerðu flugvélar NATO árás á sjónvarpsstöðina í Belgrad með þeim afleiðingum að 16 manns létu lífið. Ákvörðunin sem félagarnir samþykktu var heimild um að fremja morð á óbreyttum borgurum, á lagamáli stríðsglæpur. Ríkissaksóknari neitaði að aðhafast í málinu. Því miður hefur enginn alþingismaður enn vakið athygli á þessu. Vilja Íslendingar búa við þessháttar lýðræði?
Elías Davíðsson