Fara í efni

LYGI GETUR EKKI ORÐIÐ AÐ SANNELIKA

Ítreka fyrri spurningu. Hvaða kaupmenn hafa sagst ekki geta selt áfengi með sömu álagningu og ÁTVR og minni þig á að lygi verður ekki sannari þó hún sé sögð oftar.
Arnar Sigurðsson

Það er rétt að lygi verður ekki sönn þótt hún sé oft sögð. Ég kannast hins vegar ekki við að fara með ósannindi í þessu máli einsog þú lætur í veðri vaka. Ég mun ekki nafngreina einstaka menn sem hafa tjáð sig um álagningu né kaupmenn sem sagt hafa að þeir vilji ekki sjá áfengi inn í sínar verslanir. Þeir eru nú samt til Arnar sem segja það. Auðvitað myndi álagningin ráðast af því hve metnaðrfullir kaupmenn væru varðandi vöruúrval og að sjálfsögðu yrði erfiðara fyrir kaupmann í litlu byggðarlagi með fáa viðskiptavini en mikið úrval að halda lágri álagningu heldur en hinn sem rekur stórverslun í þéttbýli. Þetta þykir mér liggja í augum uppi.
Ögmundur Jónasson