ÆTLAR ÞÚ AÐ LEGGJAST Á SVEIF MEÐ ÞEIM SEM ÆTLA AÐ HAFA SJÁVARAUÐLINDINA AF ÞJÓÐINNI?
Ágæti þingmaður. Nú þegar ríkisstjórnin ætlar að voga sér að
opna frumvarp sem gengur í berhögg við 1 gr um stjórn fiskveiða og
komið er í ljós að gengur einnig gegn lýðræðislegum rétti
þjóðarinnar að setja og afnema lög ætlar þú þá að leggjast á sveif
með mönnum sem eru tilbúnir hrifsa til sín öll réttindi yfir
sjávarauðlindinni á kostnað þjóðarinnar? Eða ætlar þú að standa við
bakið á þjóðinni sem enná ný á í þorskastríð? Stríði við
vanþakklátt fólk sem kann ekki að meta að hafa þegið EINOKUN yfir
sjávarauðlindinni í 30 ár.
Einar Már Gunnarsson
Sæll Einar Már.
Svarið er að ég mun ekki "leggjast á sveif með mönnum sem eru
tilbúnir hrifsa til sín öll réttindi yfir sjávarauðlindinni á
kostnað þjóðarinnar".
Ögmundur