LOKSINS!!?
Á maður að trúa því að nú hilli undir að Guðmundar- og
Geirfinnsmálin verði tekin upp að nýju? Ég trúi því ekki fyrr en
ákvörðun liggur fyrir. Hitt veit ég að þetta mál hefur hvílt á
þjóðinni í 40 ár því innst inni telja flestir að rangir dómar hafi
verið felldir. Óskandi væri að þessi ljóti blettur verði hreinsaður
úr sögubókum íslenskrar réttarfarssögu.
Sigrún Jónsdóttir